Brettaaðstaða við Þróttheima

Brettaaðstaða við Þróttheima

Austan við Þróttheima er lítið horn þar sem kjörið væri að búa til brettaaðstöðu. Þar væri hægt að renna sér á hjólabretti á sumrin og snjóbretti á veturna. Engu þarf að breyta á milli árstíða, bara bíða eftir snjó að vetri. Þarna eru þegar hljóðmanir sem skýla frá umferðinni á gatnamótunum, stutt í frístundaheimilið Þróttheima og Langholtsskóla. Brettaaðstaða þarf ekki að vera flókin eða dýr í uppsetningu - nokkrir hólar, handrið og kantar.

Points

Brettaíþróttir eru í mikilli sókn hjá bæði strákum og stelpum. Þessi aðstaða væri kærkomin viðbót við alla þá frábæru boltaíþróttaaðstæður sem þegar eru í hverfinu og ýta undir fjölbreyttari íþróttaiðkun!

Brettafélag Reykjavíkur er að flytja ef það er ekki þegar flutt í næsta nágreni við Þróttheima og verður ein glæsilegasta aðstaða til hjólabretta iðkunnar því í næsta nágrenni og það 900 fm inni aðstaða :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information