Mjóddin í Breiðholti er fjölsótt miðstöð í samgöngu-, heilbrigðis-, velferðar-, menningar-, verslunar, veitingaþjónustu. Fjölmargar fjölskyldur/börn eiga daglega leið þar um. Umhirðu, þrifum, öryggismálum er afar ábótavant. Vitað er af sölu og neyslu fíkniefna á svæðinu. Nýlega var fjallað um neyslustað með notuðum sprautunálum við kirkjuna. Alls ekki barn og fjölskylduvænt. Skjótra úrbóta er þörf; lögregluútibú, dagleg sorphreinsun, eftirlitsferðir, viðeigandi þjónusta við fíkniefnaneytendur.
Til að efla Mjóddina á fjölskyldu og barnvænan hátt
Mjódd er að verða miðja borgarinnar og þangað liggja góðar samgöngur úr öllum áttum. Í næsta nágrenni er hjarta viðskiptalífsinsí Kópavogi, Smárinn og um að gera að ná fram samlegð og samkeppni með því að byggja svæðin í kringum Mjóddina upp og halda þeim snyrtilegum. Þangað eru almenningssamgöngur miklar og góðar og því mikill akkur í því að svæðið sé öruggt og snyrtilegt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation