Hringtorg og gönguleið fyrir Höfðabakka/Vesturhóla

Hringtorg og gönguleið fyrir Höfðabakka/Vesturhóla

Hvað viltu láta gera? Breyta gatnamótunum Höfðabakki/Vesturhólar í hringtorg til að auka öryggi yfir höfuð, gera bílum sem koma úr brekkunni kleift að snúa við og gera gangandi og hjólandi vegfarendum örugga leið yfir gatnamótin. Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi gatnamót eru gríðarlega hættuleg. Spegill er á mótunum sem styður hversu hættuleg þau eru og getur verið ruglandi fyrir bílstjóra að koma sér í gegn þar sem umferð í forgangi kemur m.a. úr beygju á leiðinni áfram eða yfir í vinstri beygju. Bílar sem koma frá brekkunni geta ekki snúið við og því algengt að umferð sem kemur frá Bökkum reyni við illan leik að snúa við. Gangandi og hjólandi eru ekki velkomnir yfir þessi gatnamót eins og þau eru hönnuð í dag og þarf að bæta öryggi þeirra með breytingum.

Points

Hættulega gatnamót..gera um leið göngubrú/hjólabrú yfir hringtorg eða neðar.

Þetta eru mjög hættuleg gatnamót og fyrir þá sem eru að koma upp úr neðra Breiðholti og Seljahverfi og eru að fara í Árbæinn eða Hálsana þurfa að snúa við með U beygju sem er nánast ógerlegt án þess að fara upp á kantstein til að komast niður Höfðabakkann aftur, hringtorg myndi leysa þetta mál

Hættuleg gatnamót bæði fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Það væri gott að fá þeim breytt. Eins er erfitt fyrir umferð sem kemur úr bökkunum að taka u-beygju þarna sem gerir það að verkum að allt of margir fara á móti umferð og yfir Höfðabakkann þegar þeir keyra upp úr Fálkabakkanum.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins og verkefnið er háð samþykki skipulags- og samgönguráðs. Hugmyndinni þinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Nauðsynlegt. Búinn að segja þetta í meira en 20 ár.

Styð að það þarf að gera eitthvað fyrir þessi gatnamót og auka öryggi gangandi og hjólandi vegfaranda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information