Útsýnisbílastæði við Hallsteinsgarð

Útsýnisbílastæði við Hallsteinsgarð

Hvað viltu láta gera? Ég myndi vilja sjá útsýnisbílastæði efst við Hallsteinsgarð - þar sem fólk keyrir nú þegar út á litla grasflöt efst við garðinn og leggur bílnum til að njóta útsýnisins. Hvers vegna viltu láta gera það? Frá Hallsteinsgarði er frábært útsýni út á Kollafjörðinn og fólk stenst það stundum ekki að keyra út af Strandveginum og leggja bílnum stundarkorn utan vegar til að njóta útsýnisins. Sér í lagi er þetta algengt þegar sólsetrið er sem fegurst, þá standa þarna oft nokkrir bílar saman og fólk slakar á og fylgist með sjónarspilinu. Ekkert eiginlegt bílastæði er við garðinn og því væri tilvalið að setja bílastæði. Þar væri þá einnig hægt að geyma bílinn um stund á meðan tekinn er göngutúr um Hallsteinsgarð og nágrenni.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Fjölgun bílastæða er stefnumál sem stöðugt er til umfjöllunar og úrvinnslu. Skipulagsferli hugmyndarinnar er of langt fyrir tímaramma verkefnisins sem gerir hana ótæka fyrir verkefnið. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Það er sjónmengun af bílastæði á þessum stað og einnig hættuleg beygja þar sem bílar fara inná og útaf Strandveginum. Erlendis þar sem eru staðir með fallegu útsýni eru ekki bílastæði akkúrat staðsett á útsýnisstað heldur fjær þannig að ekki verði sjónmengun af. Göngu- og reiðhjólafólks á leið þarna um, barnafjölskyldur í spássitúr og bílarnir skapa hættu og sjónmengun á þessum yndislega stað sem Grafarvogsíbúar meta mikils. Útsýninsstaður er EKKI bílastæði heldur staður fyrir lifandi fólk.

Bílastæði þarna myndi skapa töluverða slysahættu þar sem það yrði mitt í krappri beygju og þar er oft mikil og hröð bílaumferð. Ég get séð þetta svæði út um glugga hjá mér og hef nokkrum sinnum séð bíla naumlega sleppa við árekstur. Ekki síst þegar bílar eru að keyra af þessu svæði og taka svo U-beygju við umferðareyjuna sem er þarna til að komast í austurátt. Ef einhver bílastæði verða útbúin ættu þau frekar að vera norðan við gatnamót Strandvegar og Borgavegar eða neðan við Hallsteinsgarð.

Alls ekki setja bílastæði á þessum stað. Þarna er fólk að njóta náttúrunnar og engin þörf á að skemma það með bílastæði

Alls ekki, slysahætta og sjónmengun. Þetta er útsýnisstaður þar sem fólk er að njóta náttúrunnar og sólarlagsins. Hann á ekki að vera fullur af bílum. Það þarf að loka fyrir að bílar geti ekið út af götunni og út á túnið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information