Stúkan í Laugardalslaug

Stúkan í Laugardalslaug

Hvað viltu láta gera? Endurbætur á þessu fallega kennileiti Laugardals. Hvers vegna viltu láta gera það? Stúkan er mikilvægur minnisvarði íslensks arkitektúrs og hönnuð af Einari Sveinssyni. Ég tel það mikilvægt að Reykjavíkurborg haldi utan um slíka minnisvarða svo að þeir standist tímans tönn. Hægt er að nýta stúkuna í allskonar skemmtun eins og tónleikahald og einnig sem sólbaðsaðstöðu á sumrin.

Points

Málið er að Reykjavíkurborg/starfsfólk rvk borgar heldur að peningar vaxi á trjám og er að eyða alltof miklum pening í allskonar gæluverkefni, eins og þetta. Ég er því alfarið á móti endurnýjun þessa stúku þar sem hún væri sennilega einungis notuð í 3 mánuði á ári þar sem utur brúnaðir táningar nota hana sem tan svæði. Þetta er því peningasóun í fyllstu merkingu og ætti því hiklaust að rífa hana niður heldur en að dæla fjármangi í hana svo hún geti verið notuð í nokkra daga á ári.

Stúkan öll..Væri frábært að gera stórt gróðurhús með aðstöðu fyrir fólk að sækja ferskt grænmeti og ávexti

Þetta er í svo skelfilega lelegu ástandi að eg tel það vera hagkvæmara að rífa hana niður og nota peningana i eitthvað skynsamlegra en ekki einhver gæluverkefni. Byggið frekar husnæði fyrir folk sem hefur það bagt eða LAGA HELVITIS SKÓLANA YKKAR SEM ERU ALLIR UT I MYGLU. Þetta er ekki flókið.

Alveg nákvæmlega enginn tilgangur í þessari stúku, sérstaklega eftir að innilaugin varð aðal-keppnislaugin og er með stúku. Er yfir höfuð eitthvað keppt í útilauginni lengur?

Held að það væri betra að rífa þetta en laga. Þetta er aldrei notað og þar af leiðandi engin þörf fyrir þetta.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 – 2021 þar sem endurbætur eru fyrirhugaðar á Laugardalslaug og útisvæðinu þar á næstu árum og fer þessi hugmynd áfram sem ábending í þá vinnu. Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information