Upphitaður og upplýstur körfuboltavöllur við Ölduselsskóla

Upphitaður og upplýstur körfuboltavöllur við Ölduselsskóla

Hvað viltu láta gera? Byggja upphitaðan körfuboltavöll með nútíma undirlagi við Ölduselsskóla með lýsingu. Völlurinn ætti að vera með 6 körfum, heilum velli og 2 aukakörfur á hvorri hlið. Völlurinn ætti að vera girtur af með háum girðingum. Hvers vegna viltu láta gera það? Þetta myndi gefa fólki á öllum aldri möguleika á að stunda körfubolta bæði að leik og æfingum úti allan ársins hring.

Points

Það hefur verið gríðarleg aukning í körfuboltanum síðustu 2 ár. Að fá þetta er eins og að veita þessum duglegu krökkum verðlaun þar sem þau geta spilað á kvöldin.

Eykur möguleika á körfuboltaæfingum utandyra allt árið, styður þannig við körfuboltaiðkendur á öllum aldri í Seljahverfi.

Eykur möguleika á íbúa hverfisins á hollri og góðri hreyfingu

Sammála, halda unglingunum á öllum aldri í hverfinu en þeir hafa sótt í sambærilegan völl í Kópavogi. Körfubolti býður upp á svo mikla fjölbreytni í hreyfingu og marga leiki fyrir allan aldur.

Körfubolti er mjög vinsæll í hverfinu. Myndi klárlega slá í gegn hjá krökkunum

Því miður enginn góður körfubolta völlur í Breiðholti. Þetta myndi stór bæta aðstöðuna í hverfinu og auðveldar ungum iðkendum sem og eldri að taka aukaæfinga og eða fara út á völl að spila.

Þar sem körfuboltaáhugi krakkanna fer að aukast með velgengni og toppstarf IR inga er þetta alveg nauðsynlegt og styður einnig útivera barnanna.

Körfuboltavellir í hverfinu eru allir í slæmu ástandi. Mikil þörf á góðum velli og reynslan sýnir að hann yrði mikið notaður.

Nú þegar 2-3 körfubolta vellir þar þarf ekki annan

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Hugmyndin felur í sér verulegan rekstrarkostnað og fellur því ekki að reglum verkefnisins. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedils-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-almennar-upplysingar-2020-2021. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Frábær hugmynd, hreyfing og gleði. Myndi nýtast mörgum allan ársins hring.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information