Hjólastígur meðfram Faxaskjóli og Sörlaskjóli

Hjólastígur meðfram Faxaskjóli og Sörlaskjóli

Hvað viltu láta gera? Framlengja hjólastíg á Ægisíðu inn í Faxaskjól og út Sörlaskjól. Setja hraðahindranir í Faxaskjól og banna rútu- og vörubílaumferð. Hvers vegna viltu láta gera það? Mikil árekstrarhætta hjóla, bíla og krakka sem búa í þessum götum merkt með 30km/klst hámarkshraða. Mikill og stækkandi straumur reiðhjólamanna eykur hættuna á alvarlegu slysi, hef þegar orðið vitni af ekki ófáum næstum-slysum.

Points

Það var áralöng barátta hjá fólki sem bjó í Skjólunum að vernda þetta græna svæði - engin ástæða til að fara að malbika yfir það. Fullt af fólki með börn og dýr sem nýta það á hverjum degi, malbik fyrir hjól brýtur það upp og skemmir. Hef keyrt um þessar götur, hjólað og verið með börn árum saman. Að segja að það sé mikil árekstraráhætta stenst enga skoðun. Hraðahindarnir ættu samt sem áður að fullnægja þeim sem hræðast það - þarf ekki að malbika grænt svæði til að ná því fram.

Hér er verið að blanda saman tveimur ólíkum málum. Það er margoft búið að kalla eftir hraðahindrunum í Faxaskjól og Sörlaskjól og þær njóta alls stuðnings íbúa í Skjólunum. Það ætti að vera sjálfsagt mál að fá slík öryggistæki og ekki að þurfa íbúakosningu til. Hér eru hraðahindranir hins vegar tengdar við hjólastíg á fágætu og mikið nýttu útivistarsvæði. Hjólastígur myndi skerða gæði þess svæðis og notkun og auka slysahættu mjög. Góðar aðstæður eru til að hjóla á götunni eins og er.

Alls ekki malbika inná þetta litla svæði- það er mjög mikið notað til útvistar hjá fólkinu í skjólunum. Stígurinn myndi hvort eð er tengjast aftur við gönguleiðina eins og hún er núna meðfram ægisíðunni. Það myndi skemma þetta svæði

Þetta svæði er ekki stórt og mikið notað að fólki þegar verður er gott er mikið líf fólk liggur í sólbaði, kemur með nesti og teppi og liggur í grasinu og nýtur kyrrðarinnar. Mikið notað að hundafólki og gæti skapast hætta á hundum og hjólum saman.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem uppbygging hjólreiðastíga er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í þá vinnu hjá samgöngudeild umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Það myndi verða talsvert betra að hjóla þarna ef það væri almennilegur hjólastígur – aðstæðurnar á götunum eru ekki beint góðar, þá sérstaklega vegna þess að mörgum sem hjóla líður ekki eins og þau séu örugg á götunum. Það væri hægt að nýta hluta af göturýminu sjálfu undir hjólastíg; þannig þyrfti ekki að ganga á þetta fallega útivistarsvæði.

Viðbót við hjólastíginn á þessum kafla yrði mikil bót fyrir hjólreiðafólk. Tilvalið væri að setja göngu og hjólastíg samhliða eins og a Ægisíðu. Bætir samgöngur og öryggi hjólreiðafólks þar sem núverandi leið býður aðeins upp á götuna eins og er.

Það er mikið öruggara fyrir hjólareiðafólk að fá sér stíg þarna í stað þess að hjóla meðfram Nesveg þar sem er gríðarmikil umferð. Rökin á móti snúast aðallega um það að malbika ekki grasið, og er ég sammála því. Það er óþarfi að malbika grasið, frekar að þrengja göturnar svo hægt sé að koma hjólastígnum fyrir.

Reyna að halda í græna svæðiðmeð því að breikka aðeins götuna (sér hjólabraut sjávarmegin) en hægja á akandi umferð með þrengingum á akgrein eða með hraðahindrunum (blómaker eða annað líkt og í sumum vistgötum). Hjólreiðafólk er betur sett að hjóla meðfram sjávarsíðunni, annars beinist umferð þeirra á gangstéttir á leið vestur á Nes með enn meiri hættu fyrir íbúa.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information