Menningarmiðstöð Vesturbæjar, garður og veitingastaður

Menningarmiðstöð Vesturbæjar, garður og veitingastaður

Hvað viltu láta gera? Bensínstöðin við Ægisíðu og svæðið í kring verði gert að menningarmiðstöð fyrir Vesturbæ. Húsinu verði breytt að innanverðu þannig að það nýtist til tónlistarflutnings og sviðslista. Rekstur á veitingastað í húsinu yrði boðinn út, en þarna gefst tækifæri til að búa til garð í kringum húsið sem gæti nýst til hátíðahalda og útiveru á sumrin í skjólsælu umhverfi. Sem dæmi um svipaðan rekstur má nefna Tjarnarbíó í Reykjavík og kaffihúsið í Lystigarði Akureyrar. Hvers vegna viltu láta gera það? Til að auðga mannlíf í Vesturbæ Reykjavíkur og fjölga skjólsælum grænum svæðum í hverfinu. Húsið sjálft er fallega hannað og byggt 1978. Það má þess vegna færa fyrir því rök að áform Reykjavíkurborgar um að rífa húsið muni valda nokkru tjóni í minjavernd í borginni, sér í lagi vernd húsa sem tengjast atvinnusögu hennar.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna / valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Frábær hugmynd og ég vil ekki 5 eða 7 hæða blokk þarna innanum lágreistu húsin sem eru í kring

Mæli með fallegt utisvæði bæði fyrir börn, fullorðinn og hundar

Töff hugmynd! Örugglega hægt að útfæra þetta vel og margfalt skemmtilegra en 5-7 hæða blokk.

tengja þetta hús og lóð Ægisborg og gera gott betra þurfum ekki blokk þarna ,

ekki meira af byggingum þarna , tengja við Ægisborg og gera flott útivistarsvæði.

Slæm hugmynd. Látið ekki glepjast af rómantískri hugmynd um bensínstöð sem breytist í eitthvað fallegt (úr skrímsli í fegurð). Húsið er langt frá því að vera fallegt og engar líkur á að "veitingastaður" þrífist betur þarna en hinu megin við götuna. Það vantar ekki garð til hátíðahalda þeir eru nokkrir í hverfinu, kringum sundlaugina, á Hagatorgi, á skólalóðum og við sjóin við Ægisíðu. Nýtið lóðina til að byggja FALLEGT íbúðarhús. Þetta er íbúðabyggð.

Frábær hugmynd! Skjólsæll staður fyrir hátíðarhöld á sumrinn er akkurat það sem okkur vantar og einnig eru staðir fyrir sviðslistir og tónlistarflutning af mjög skornum skammti í miðbænum, væri frábært að fá það í Vesturbæinn.

Frábær hugmynd! Menning, og barnaveröld, þá yrði allt þetta svæði frá Ægisborg til fyrirmyndar!

Frábær hugmynd. Byggingin er mjög skemmtileg og býður upp á möguleika.

Endilega lítinn tónleikastað (helst jazzbúllu) með kaffihúsi þar sem hægt er að sitja bæði úti og inni. Ég mun pottþétt verða fastagestur :)

Frábær hugmynd. Gott að fá smá menningu á þennan stað og um að gera að nýta þann arkitektúr sem þarna er og alls ekki að þrengja á svæðið risastórum íbúðabyggingum eða verslunum. Það er nú þegar örstutt á Eiðistorg, í Melabúðina og ekki langt út á Granda.

Frábær hugmynd og ég vil ekki 5 eða 7 hæða blokk þarna innanum lágreistu húsin sem eru í kring

Góð hugmynd sem svipar til þessarar hugmyndar nema viðbætt menningarhús : https://hverfidmitt-2020-2021.betrireykjavik.is/post/28563 Alls ekki verra að fá menningarhús einnig! Frábær hugmynd. Tónlistarviðburðir væri algjör himnasending eftir þennan Covid19 heimsfaraldur. Vonandi væri samt byggt eitthvað annað hús sem er meira smart en bygging bensínstöðvarinnar sem stendur þar núna 👍

Sammála Salome Ástu. Sjálf mundi ég frekar vilja ræða hrollbleiku bensínstöðina við Birkimel sem er staðsett á milli Landsbókasafns, Þjóðarbókhlöðu og verðandi Húss íslenskrar tungu. Sem sagt eldhætta og sprengihætta og hryllileg sjónmengun er af þessari stöð. Nóg menning allt í kring.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information