Brettagarður á Klambratúni

Brettagarður á Klambratúni

Hvað viltu láta gera? Setja upp flottan brettagarð á Klambratúni fyrir krakka sem hafa áhuga á brettaíþróttinni. Hvers vegna viltu láta gera það? Enginn garður er í Hlíðahverfinu eða í hverfunum í kring. Krakkarnir nota brettagarða í Skútuvogi og Kópavogi. Á sumrin er settur upp brettagarður við höfnina í miðbæ Reykjavíkur. Mikill áhugi er á þessari íþrótt í Hlíðaskóla og væri til bóta að krakkar gætu stundað hana nær sínum heimilum.

Points

Hjólabrettaáhugi er að verða meiri og meiri með hverju ári og fólk á öllum aldri hefur gaman af því að renna sér á bretti. Það að hafa gott svæði sérstaklega hannað fyrir hjólabrettanotkun myndi styðja við meiri hreyfingu og útiveru hjá sístækkandi hópi í hverfinu. Þetta er hreyfing fyrir alla fjölskylduna og maður er aldrei of gamall til að læra á hjólabretti.

Snilldar hugmynd. Það þarf að hafa brettsvæði í öllum hverfum fyrir þetta ört vaxandi áhugamál. Hjólabretti, hlaupahjól, línuskautar og hjólaskautar. Ég mæli með steyptum römpum / skál sem nýtist betur yfir allt árið og skemmist ekki eins hratt í íslenskri veðráttu.

Ekki yfirfylla Klambratúnið- svona völlur ætti að koma við Háteigsskóla- skjólgott svæði

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information