Brettagarður á Klambratúni

Brettagarður á Klambratúni

Hvað viltu láta gera? Setja upp flottan brettagarð á Klambratúni fyrir krakka sem hafa áhuga á brettaíþróttinni. Hvers vegna viltu láta gera það? Enginn garður er í Hlíðahverfinu eða í hverfunum í kring. Krakkarnir nota brettagarða í Skútuvogi og Kópavogi. Á sumrin er settur upp brettagarður við höfnina í miðbæ Reykjavíkur. Mikill áhugi er á þessari íþrótt í Hlíðaskóla og væri til bóta að krakkar gætu stundað hana nær sínum heimilum.

Points

Hjólabrettaáhugi er að verða meiri og meiri með hverju ári og fólk á öllum aldri hefur gaman af því að renna sér á bretti. Það að hafa gott svæði sérstaklega hannað fyrir hjólabrettanotkun myndi styðja við meiri hreyfingu og útiveru hjá sístækkandi hópi í hverfinu. Þetta er hreyfing fyrir alla fjölskylduna og maður er aldrei of gamall til að læra á hjólabretti.

Snilldar hugmynd. Það þarf að hafa brettsvæði í öllum hverfum fyrir þetta ört vaxandi áhugamál. Hjólabretti, hlaupahjól, línuskautar og hjólaskautar. Ég mæli með steyptum römpum / skál sem nýtist betur yfir allt árið og skemmist ekki eins hratt í íslenskri veðráttu.

Ekki yfirfylla Klambratúnið- svona völlur ætti að koma við Háteigsskóla- skjólgott svæði

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og verður ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða á fimmtudaginn næstkomandi þann 20. maí milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 20 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/950529515775273/. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information