Fjölga gangstéttum

Fjölga gangstéttum

Hvað viltu láta gera? Bæta við gangstétt í Úthlíð svo að gangstétt sé beggja vegna götunnar en ekki bara öðru megin eins og staðan er í dag. Hvers vegna viltu láta gera það? Því fylgir slysahætta fyrir íbúa sem búa við gangstéttaskort þegar gengið er frá húsum sínum. Það auðgar mannlífið í götunni og gerir hana fallegri. Þá myndi slík gangstétt bjóða uppá að meiri regla væri á bílastæðamálum í götunni.

Points

Frábær hugmynd. Þarf nokkuð að nefna börnin á leið í skólann á morgnana sem rök? Það er bara furðulegt að hafa enga gangstétt öðru megin götunnar. Ég hef spurt borgina hvernig standi á þessu en fátt um svör, þrátt fyrir ítrekun. Mjög tímabært, og ekki síst til að draga úr hraða.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information