„Hallsvegur“ verði framvegis nefndur „Fjölnisbraut“

„Hallsvegur“ verði framvegis nefndur „Fjölnisbraut“

Hvað viltu láta gera? Skipt verði um nafn á götu í hverfinu, þ.e. „Hallsvegur“ verði framvegis nefndur „Fjölnisbraut“. Vegur þessi tengir saman stóran hluta Grafarvogs við helstu íþrótta- og frístundamannvirki hverfisins. Meðal annars liggur vegur þessi meðfram keppnisíþróttavelli og sundlaug við Dalhús og leggur leið að hinni Glæsilegu Egilshöll og einnig að frístundasvæðinu við Gufunes. Það er því kjörið að vegur þessi hafi tengingu við stolt Grafarvogs, þ.e. Ungmennafélagið Fjölni. Hvers vegna viltu láta gera það? Grafarvogur er fjölmennesta barna og unglingahverfi borgarinnar og öll tengja þau sig við sitt flotta íþróttafélag Fjölnir. Íþróttamótin er mörg sem fara ár hvert fram í voginum og íþróttamannvirkin mörg. Gufunesbær er frábært leiksvæði og vonandi í framtíðnni tjaldsvæði fyrir helgaríþróttamót, þá væri frábært að geta tekið skrúðgöngu Fjölnisbrautina sem tengir Frístundasvæði hverfisins/Gufunesbæ við Aðalkeppnisvöll hverfisins/Dalhús og glæsilega sundlaugasvæðið og svo glæsilegt mannvirki Egilshallar. (Við Hallsveg eru engin hús og því auðvelt mál að nafnabreyta götunni)

Points

Félagið okkar í Grafarvogi yrði frábært hvort heldur Fjölnisgata, Fjölnisbraut eða Fjölnisvegur.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Um er að ræða þjóðveg í þéttbýli og breytingar því á forræði Vegagerðarinnar sem er veghaldari þjóðvega. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eiga farsælt samstarf um úrbætur á þjóðvegum og verður tillögunni komið áfram til Vegagerðarinnar og skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Heiti gatna er gott að fólk þekki og tengi sig við, sé hluti af þróunarsögu lands, borgar og þjóðar en upprunalegu Fjölnismenn þeir Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson, stofnuðu tímaritið Fjölnir 1835-1847 og meðal annars ögruðu notkun íslenskunnar, stafsetningar og endurnýjuðu íslensk ritmáls. Nafnabreyting á götunni væri klárlega í anda þeirra Fjölnismanna.

Góð hugmynd - myndi samt vilja hafa nafnið Fjölnisvegur. Hljómar betur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information