Setja göngu og hjólabrú, í stað Árbæjarstíflu

Setja göngu og hjólabrú, í stað Árbæjarstíflu

Hvað viltu láta gera? Það er hætt að nota Elliðaárstöðina til rafmagnsframleiðslu enda orðin óhagkvæm. Hætt er að safna í Árbæjarlón. Árbæjarstífla er því óþörf og mun grotna niður. Í stað hennar gæti komið falleg hentug göngu og hjóabrú. Svo má gera smekklega fuglatjörn á svipuðum slóðum og lónið var, bara litla og smekklega. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er erfitt að nota Árbæjarstíflu sem göngu og hjólabrú. Stíflan er ljót og dýr í viðhaldi. Að vísu er hún friðuð en því má af létta.

Points

Það er löngu tímabært að gera betri brú þarna yfir sem hæfir umferðinni sem þarna er bæði gangandi með og án barnavagna og svo hjólaumferð. Þá er líka hægt að ryðja brúna á veturna svo ekki þarf að klifra yfir klakabúnkann á stíflunni.

Bæði með þessu og á móti....allt fer eftir því hvort að heimilt verði að fjarlægja stífluna. En umfram allt að reyna gera góða tjörn þannig að fuglalíf og Álftin verði látin njóta svæðisinns áfram.

Það væri gott að fá betri og breiðari brú, yfir stífluna (eða í staðinn fyrir stífluna), með bekkjum og jafnvel kíki og litla, grunna tjörn þar sem fuglalíf blómstrar og gera svæðið snyrtilegra.

Endilega að bæta aðgengið yfir stífluna. t.d. breikka brúardekkið. En absalút koma málum þannig fyrir að áfram verði gott fulgalón eins og verið hefur undanfarna marga áratugi..

Göngu- og hjólabrú útiloka ekki stýfluna og lónið , heldur styðja hvort annað. Hjólastígurinn og göngubrúin verða mun skemmtilegri með stýflunni og vatni í lóninu með fjölbreyttu fuglalífi, öllum til yndisauka.

Árbæjarlón er griðastaður margra fuglategunda og óðal álftapars um margra ára skeið. Fjölbreytnin laðar að sér margmenni flesta daga. Ástæða er til að friða þessi gömlu mannvirki, sem lyfta svo rækilega undir náttúrufegurð staðarins. Árbæjarlón er náttúru gersemi, sem þarfnast verndunar og umhyggju.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 – 2021. Árbæjarstífla er friðið og ekki hægt að framkvæma þar. Gert er ráð fyrir brúartengingu í deiliskipulagi og er sú vinna í ferli annars staðar í borgarkerfinu, verkefnið myndi sprengja fjárhagsramma verkefnisins Hverfið mitt. Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information