Göngu og hjólastígur í Elliðaárdal

Göngu og hjólastígur í Elliðaárdal

Hvað viltu láta gera? Setja göngu og hjólastíg í stæði þrýstivatnspípunnar fyrir Elliðaárstöðina. Pípan er úr tré og mun fúna á næstu árum og falla saman verði ekkert að gert. Það er hætt að nota Elliðaárstöðina til orkuframleiðslu. Stöðvarhúsinu má halda við sem safni. Pípuna má jafna við jörðu og leggja göngu og hjólastíg í hennar stað. Hvers vegna viltu láta gera það? Í dag er Rafstöðvarvegurinn fyrir akandi, hólandi og gangangi. Þetta er óþægilegt fyrir alla og skapar hættu. Auðvelt er að aðskilja umferðina með því að nota stíflustæðið. Það myndi líka vera fallegra en mönin sem þekur þrýstivatnspípuna.

Points

Góð hugmynd, en líklega færi betur á því að þetta yrði eingöngu göngustígur. Fæstir sem fara þarna um hjólandi myndu nýta stíginn þar sem akandi umferð um Rafstöðvarveg er mjög takmörkuð. Sérstaklega myndu þeir sem hjóla í vesturátt líklega frekar vilja nýta veginn en þröngan stíg í námunda við gangandi vegfarendur. Hins vegar þyrfti að tryggja betur að akandi umferð fari ekki jafn auðveldlega alla leið að stíflunni, sem er jú ekki leyfilegt, ef marka má skiltin við veginn. Þar þarf hlið.

Það er alveg ljóst að það þarf að taka viðarpípuna sem getur skapað hættu fyrir þá sem ganga ofan á henni þegar hún fer að fúna. Það er alveg upplagt að gera þarna göngustíg. Töluverð hætta getur skapast fyrir gangandi umferð á Rafstöðvar- veginum þegar hjólandi umferð fer þar niður brekkuna á miklum hraða sem ekki er óalgengt.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Svæðið sem um ræðir er skilgreint sem hverfisverndarsvæði eða er friðlýst svæði. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information