Grænt torg við lokun í Rauðalæk

Grænt torg við lokun í Rauðalæk

Hvað viltu láta gera? Hanna og gera lítið torg við götulokun í Rauðalæk Hvers vegna viltu láta gera það? Í dag eru nokkur blómaker sem loka götunni. Svæðið í kringum kerin er notað sem bílastæði. Það væri mikill sómi af því ef þarna væri fallegt einfalt grænt svæði sem gæti nýst stórri íbúagötu.

Points

Stórgóð hugmynd

Góð hugmynd!

Frábær hugmynd :)

Frábær hugmynd.

Fin hugmynd.

Frábær hugmynd! Lokunin mætti endilega vera þannig að hægt væri að nýta hana til að ganga yfir Rauðalækinn, sem sagt breiðari en hún er nú. Einnig væri prýðilegt ef gert væri ráð fyrir hjólandi í gegn um lokunina. Það er frekar þröngt að hjóla þarna á gangstéttinni og oftast ómögulegt á milli bílanna og kerjanna á götunni.

Góð hugmynd! lítið grænt torg eða eitthvað sambærilegt væri frábær hugmynd. Muna að passa að hjólandi geti komist þokkalega í gegn.

Væri alveg geggjad ad fà sameiginlegt svædi

Fínt að gera þessa lokun varanlega og ýta í leiðinni undir að vinaleg hverfastemmning fái að blómstra.

Virkilega góð hugmynd að gera smá torg þarna við lokunina

Frábær hugmynd!

Ég skil ekki svona rugl frá fólki sem býr ekki þarna við götuna. Ef þú vilt torg settu það þá fyrir utan þitt heimili!

Frábær hugmynd! Bý á númer 24 og þetta er beint fyrir utan húsið mitt - ég myndi fagna fallegu, nettu mannvirki sem myndi undirstrika það hvað þetta er falleg gata með skemmtilegu mannlífi. Blómakerin eru hálfgert "skítamix" og því lykilatriði að ganga betur frá þessu og gera lokunina varanlega.

Það væri gott að gera lokunina varanlega og skemmtilegt að hressa aðeins upp á umhverfið í leiðinni! Í leiðinni mætti hanna góða leið fyrir hjólreiðafólk, því Rauðalækurinn er fyrsta flokks leið fyrir fólk sem vill hjóla örugga og rólega leið en það er frekar þröngt á milli kerjanna sem eru núna.

Skrumskæling á annarri hugmynd sem er þegar komin inn. Endilega kjósið þessa niður og hina upp https://hverfidmitt-2020-2021.betrireykjavik.is/post/28817/66584

Lokunin verður að vera varanleg. Frábær hugmynd - mjög mikið af börnum sem búa í götunni. Enn betra væri ef torgið væri ekki með hefðbundnum bekkjum heldur einhverskonar pöllum/formum svo að orkumiklir krakkar gætu prílað þar um.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information