Klettaklifursvæði í Hömrunum, - gera gönguleið öruggari

Klettaklifursvæði í Hömrunum, - gera gönguleið öruggari

Hvað viltu láta gera? Hreinsa grjót úr skriðum undir gömlum sjávarhömrum í vestanverðum Hömrunum. Með þessu má fá ágætt klettaklifursvæði fyrir klifrara sem gætu notið þess að stunda útiklifur í borgarlandinu. Með tiltölulega ódýrum framkvæmdum sem fælist í að fjarlægja leifar af grjóthruni úr klettunum og skapa heppilegar aðstæður fyrir grjótglímu (en:bouldering) og hættulausar og einnig eru víða mögulegar sportklifurleiðir sem fagfólk í klifuríþróttinni gætu boltað og gráðað leiðir í klettunum. Hægt er að framkvæma þessi inngrip án þess að breyta landslagi nema að því leyti að fjarlægja laust grjót. Hægt er að koma nátturúlegum gróðri af stað eftir að inngrip hafa verið gerð þannig að útlit klettanna og ásýnd breytist ekki. Hreinsun á lausu grjóti eykur öryggi ganagandi á stíg undir hömrunum þar sem gangandi, hlaupandi og hjólandi eru berskjaldaðir fyrir grjóthruni. Með því að hafa breiðari sillu undir klettunum má koma í veg fyrir grjóthrun. Hvers vegna viltu láta gera það? Svæðið bíður upp á mikla möguleika með tiltölulega kostnaðarlitlum aðgerðum. Einnig mundi í leiðinni nást að tryggja gögnuleið undir hömrunum við sjávarsíðuna þar sem verið er að leggja stíg sem er góður til göngu, hlaupa og hjóla einkum á eftirmiðdögum. Svæðið er skjólgott fyrir helstu úrkomuáttum og hefur alla burði til að geta orðið eitt af betri klifursvæðum á landinu. Sparast með því ferðalög og kostnaður (kolefnisfótspor einnig) vegna langra ferðalaga á útiklifursvæði. Hægt er að komast í göngufjarlægð við svæðið með almenningssamgöngum og framkvæmdirnar geta fallið vel að þróun Gufurnessvæðisins sem er í næsta nágreni. Klifuríþróttin nýtur sívaxandi vinsælda og bestu mannvirkin eru utandyra í guðsgrænni náttúrunni og með vönduðu skipulagi leiða (bolta og gráða) má fá varanlegt klifurvæði, - útiíþróttamannvirki fyrir lágan kostnað. Frumskoðun á svæðinu hefur leitt í ljós að það eru amk þrjú aðskilin svæði sem mundu geta hentað sem klifurvæði, grjótglímu og sportklifursvæði. Nokkrar grjótglímuleiðir hafa verið gráðaðar og nefndar og er að finna á slóðinni: https://www.klifur.is/crag/gufuneshofdi . Gufunesbær gæti haft umsjón með sportklifurveggjunum, svo sem að yfirfara bolta einu sinni á ári og skoða mögulega gróthrunstaði á vorin eftir leysingar. Til þess að hægt sé að hafa gott klifur þarna þarf að hreynsa laust grjót unndan klettunum, en víðast er auðvelt að koma við vinnuvélum til þeirra framkvæda og hægt að ganga þannig frá að svæðið sé að öllu leiti náttúrulegt nema að því leiti að laust hrungrjót er hreinsað undan klettunum. Ganga má þannig frá svæðinu að nátturúlegur gróður taki við sér á nokkrum misserum og að undirlagið sé gott með tilliti til fallvarna.

Points

Frábær hugmynd fyrir útihreyfingu sem erfitt er að finna annarsstaðar á höfuðborgarsvæðinu

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Hugmyndinni þinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Ódýr framkvæmd við að útbúa æfingavæði fyrir útiklifur í borgarlandinu. Hægt að komast þangað með almenningssamgöngum.

Frábær hugmynd!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information