Göng undir Sæbraut við Kirkjusand

Göng undir Sæbraut við Kirkjusand

Hvað viltu láta gera? Setja göng undir Sæbraut við Kirkjusand. Göngin myndu auka öryggi hjólandi, gangandi og hlaupahjólandi sem þurfa að komast úr Laugarneshverfinu og út á göngu- og hjólastígana meðfram sjónum og Laugarnestanganum. Strandlengjan er bæði tengin Laugarnessins við miðbæinn (til vesturs) og náttúruperla (til austurs) sem íbúar hverfisins nýta sér mikið til grænna samgangna, útiveru og yndisauka. Núna eru aðeins gönguljósin yfir Sæbrautina við Kirkjusand sem eru hæg og ekki notendavæn. Það þarf alltaf að þrýsta á hnapp, stundum að bíða lengi og göngukarlinn er svo skammur að erfitt er fyrir ung börn og eldra fólk að komast yfir allar akreinar í einu lagi. Maður upplifir sig í dauðagildru gerist maður svo óheppinn að festast á miðri leið og þurfa að ýta aftur á hnappinn. Gríðarlegur hraðakstur er á þessum stað og ekki óalgeng að standa við ljósin og fá yfir sig frussandi holskeflu af tjörublönduðu regnvatni. Það er töluverð umferð um þessi gönguljós en ég veit að margir veigra sér við því að fara út að sjó vegna þess hve mikil og þung umferð er um svæðið og óþjált að komast yfir. Hvers vegna viltu láta gera það? Þar sem það lítur ekki út fyrir að akandi umferð um Sæbraut verði lögð í stokk á allra næstu árum og göngubrýr eru hvimleiðar, tel ég skársta kostinn vera opin og björt undirgöng. Laugarnesið er mjög vinsælt hverfi og íbúum þess mun fjölga verulega á allra næstu árum með uppbyggingunni á Kirkjusandi. Rétt handan við Sæbrautina er frábært aðgengi að einhverjum lengust göngu- og hjólastígum borgarinnar og ef íbúum hverfisins er gert auðveldara og öruggara fyrir um að nýta þessa stíga er hægt að stuðla að grænni samgönguleiðum, minnkun slysahættu og aukinni almennri velferð því við vitum öll að góð útivera í sjávarlofti er allra meina bót.

Points

JÁ TAKK !!!!!!! Þetta er hrikalega hættulegt að hjóla þarna og ganga, bæði fyrir fullorðna og börn. Mjög alvarleg slys sem verða þarna.

Nauðsyn að fá örugga leið að stígnum við sjóinn

Alveg nauðsynlegt til að tengja hverfið við göngu- og hjólastíga meðfram sjónum á öruggan hátt og auka og auðvelda nýtingu á útivistarsvæðum á Laugarnestanga.

Nauðsynlegt að laga þetta teku undir hvert orð þess semá þessa hugmynd. Það er mjög gaman að gang út á Laugarnesið en aðgengið kemur erfitt og dregur úr því aðmaður fari þanngað.

Já takk. Það þarf að bæta aðgengi að gögnustígnum við Sæbraut og út í Laugarnes.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Um er að ræða þjóðveg í þéttbýli og breytingar því á forræði Vegagerðarinnar sem er veghaldari þjóðvega. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eiga farsælt samstarf um úrbætur á þjóðvegum og verður tillögunni komið áfram til Vegagerðarinnar og skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Góð hugmynd, eins og er þá er hvorki hægt að komast úr Túnunum né Laugarneshverfinu yfir á Sæbrautarstíginn eða Laugarnestangann nema að fara yfir gangbrautir þar sem bílar eru í algjörum forgangi með tilheyrandi loftmengun og hávaða. Mætti sameina við þessa hugmynd? https://hverfidmitt-2020-2021.betrireykjavik.is/post/28813

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information