Skate park við Reynisvatnið

Skate park við Reynisvatnið

Hvað viltu láta gera? Setja niður skate park við Reynisvatn á þeim reit sem bílastæðið fyrir gamla veiðihúsið var. Steypa upp almennilegann garð með öllu tilheyrandi. Hvers vegna viltu láta gera það? Það vantar tilfinnanlega þennan hreyfimöguleika fyrir börn og unglinga í Grafaholtinu, Reynisvatnsás og Úlfarsárdal. Þetta er afþreying sem höfðar til stórs hóps þeirra sem eiga BMX hjól, línuskauta, hjólabretti, hlaupahjól og hjólastóla. Best væri að útbúa garð sem væri með steyptum römpum, hringjum, upphækkuðum pöllum og slám, vegna veðurfars á Íslandi þá hentar ekki nógu vel að vera með þessa tré palla sem nýtast ekki í bleytu þar sem þeir verða svo sleipir.

Points

Skemmtilegur vettvangur fyrir svo fjölbreyttan.

Ungt fólk þarf að hafa eitthvað heilbrigt fyrir stafni og við sem eldri horfum á

Vantar algjörlega svona stað fyrir ungmennin okkar til að hittast á og fá útrás fyrir hreyfiþörfina

Frábær hugmynd. Það er þörf á brettasvæðum í öllum hverfum miðað við magn iðkenda og áhugamanna.

Styð að settur verður Skate Park við Reynisvatn, góð útivera fyrir börnin.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins og skipulagi á umræddu svæði hefur verið frestað. Hugmyndinni þinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Frábær afþreying fyrir bæði krakka og unglinga.

Styð hugmyndina um skate-park, það er um að gera að mæta þörfum unga fólksins og þeirra sem hafa ánægju af íþróttinni en ég vona að það finnist hentugari staður t.d. í Leirdal eða í Úlfarsárdalnum. Við Reynisvatn er friðsælt og rólegt útivistarsvæði sem væri gott að fengi að halda sér.

Líka aðdráttarafl fyrir mjög hæfileikaríka/fagmenn að koma í holtið og vera með námskeið

Snilld. Einhvað að gera.

Góð hugmynd að búa til skate park en alls ekki hjá Reynisvatni. Nóg plás í Leirdalnum eða Ulfarsárdalnum. Reynisvatn er staður sem fólk sækir í til að komast í náttúru og friðsælt.

Hugmyndin góð en staðsetningin ekki. Maður vill njóta kyrrðarinnar við Reynisvatn. Frekar setja skate park hjá Gvenndargeisla þ.e. á stóra túnið þar sem brennan er á þrettándanum. Nóg pláss þar og svæðið aðgengilegt.

Reynisvatn og nágrenni er magnað útivistasvæði með fallega nátturu og friðsæld, sem fólk á öllum aldri sækir töluvert í og er forréttindi að hafa í byggð. Skate park er góð hugmynd, sem hlýtur að meiga finna annann stað fyrir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information