Hækkum hámarkshraða við Hringbraut í 60 km/klst.

Hækkum hámarkshraða við Hringbraut í 60 km/klst.

Hvað viltu láta gera? Hækka hámarkshraða við Hringbraut úr 40 km/klst. í 60 km/klst. Hvers vegna viltu láta gera það? Núverandi hámarkshraði á Hringbraut er 40 km/klst. en almennt er hámarkshraði í þéttbýli 50 km/klst. nema annað sé tekið fram. Þessi undantekning getur ruglað ökumenn og aðra vegfarendur. Mikilvægt er að fyrirkomulag sé eins á milli hverfa. Hraðamælingar við Hringbraut hafa sýnt að stór hluti ökumanna ekur hraðar en 40 km klst. Þetta er mjög góð vísbending um að hámarkshraði við þessa götu hefur verið ákveðinn óþarflega lágur. Þetta kann að skapa óþarfa virðingarleysi fyrir gildandi hámarkshraða. Ég legg til að hámarkshraði á Hringbraut verði 60 km/klst enda er þetta stofnbraut með tveimur akbrautum í hvora átt. Þessi stofnbraut þjónar daglega þúsundum íbúa í Vesturbæ og á Seltjarnarnesi. Umferðin verður aldrei mjög hröð á þessari götu vegna þess að á henni eru fjöldi umferðarljósa og tvö hringtorg sem sjá um að halda umferðarhraðanum niðri.

Points

Það er mikið af krökkum á ferðinni þarna að fara í og úr Vesturbæjarskóla.

Nauðsyn að lækka hármakshraðann en nú þarf að vinna í því að enduhanna götuna svo fólk fylgi þeim hraða. Þetta snýst ekki bara um öryggi barna heldur allra. Oftast þegar ég fer yfir á gönguljósum yfir Hringbraut (oftasta við Björnsbakarí) að þá fara bílar yfir á rauðu.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Ef meðalhraði ökumanna er mikið hærri en hámarkshraðinn er ekki við hámarkshraðann að saka. Hann var lækkaður til að auka umferðaröryggi barna sem þvera Hringbrautina. Það er miklu frekar við ökumenn og hönnun götunnar að sakast. Borgin og Vegagerðin ættu að hanna götuna upp á nýtt til þess að letja hraðakstur ökumanna, ekki lúffa fyrir freka kallinum á blikkdollunni

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information