Villtan skóg í Laugardal

Villtan skóg í Laugardal

Hvað viltu láta gera? Planta villtum skógi á svæðið við Suðurlandsbraut sem er skilgreint sem þróunarsvæði. Hafa skóginn án malbiks og mannvirkja. Skógurinn yrði átta hektarar að stærð :) Hvers vegna viltu láta gera það? Minnkar mengun, eykur vellíðan íbúa, eykur líffræðilega fjölbreytni, leiksvæði fyrir krakka, minni hávaði frá umferð, styrkir Laugardalinn sem grænt svæði. Leyfa íbúum að sjá um að planta og þetta mun kosta mjög lítið. Núna er svæðið óspennandi með bílastæðum og stendur til að byggja háhýsi sem þrengir að græna svæðinu í dalnum. Það verður mjög verðmætt fyrir borgarbúa að eiga svona villtan skóg til að fara í.

Points

Þetta er frábær hugmynd og takk fyrir að bera hana fram. Við fjölskyldan förum vikulega í skógarferðir og elskum að "týnast" í Öskjuhlíðinni, í Svartaskógi í Fossvogi eða í Heiðmörk. Það eru mikil forréttindi að hafa svona fallegan og stóran útivistargarð í göngufjarlægð og það í miðri borg. Flest svæði Laugardalsins eru þó orðin frekar skilgreind og skipulögð, sem er gott og blessað upp að ákveðnu marki, en það þarf einnig að leyfa náttúrunni að njóta sín. Ég býð mig fram í gróðursetningu!

Svo sammála - væri líka hægt að leyfa Björgunarsveitunum að gróðursetja "skjótum rótum" trjánnum sem þau eru að selja í stað flugelda á þessu svæði :)

Tek undir mikilvægi þessarar hugmyndar. Framávið verða verðmæti í Laugardal sem grænt svæði innan Reykjavíkurborgar meiri. Stjórnvöldum ber að standa vörð um það fyrir komandi kynslóðir. Það mætti ímynda sér að slíkt svæði myndi nýtast sem fjölskyldusvæði í framtíðinni, ekki ósvipað því sem er í kringum styttuna Móðir Jörð austan megin við Grasagarðinn.

Frábær hugmynd gróður hefur jákvæð áhrif á geðheilsu fólks og almenna líðan, svo ekki sé minnst á að hann er umhverfisvænn

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Skipulagsferill þessar hugmyndar væri of langur fyrir tímaramma verkefnisins eða hugmyndin samræmist ekki gildandi skipulagi á svæðinu. Skipulagi hefur ferið á umræddu svæði og fer þessi hugmynd áfram sem ábending til Skipulagsfulltrúa. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information