Aðstaða til sjósunds við Geldinganes

Aðstaða til sjósunds við Geldinganes

Hvað viltu láta gera? Setja upp aðstöðu fyrir sjósundsiðkendur við Geldinganes. Einföld búningsaðstaða með sturtu, salerni og heitri laug. Hvers vegna viltu láta gera það? Aðstaðan myndi gera fólki kleift að njóta heilsusamlegra sjóbaða í fallegri náttúru. Kostir sjósunds eru ótal margir fyrir andlega og líkamlega heilsu enda fer hópi sjósundsiðkenda fjölgandi ár hvert. Fáar iðjur er jafn vel til þess fallnar að endurfæða líkama og sál á met tíma og margir skella sér í hádegissund á vinnutíma til að hreinsa hugann og klára seinni hluta vinnudags ferskir og einbeittir. Aðstaða til sjósunds er ekki til staðar í austur hluta borgarinnar. Með vaxandi áhuga og þátttöku fólks á þessari iðkun hlýtur að þurfa að huga að öðru uppbyggðu sjósundssvæði en því sem Nauthólsvík/Ylströndin býður uppá. Með því að setja upp svæði við Geldinganes, gerum við mörgum þeim sem búsettir eru, eða sækja vinnu í austur hluta Reykjavikur, kleift að stunda þessa heilsubót án þess að þurfa þeysast borgarhlutanna á milli með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Svæðið er einnig vinsælt leiksvæði meðal áhugafólks um róður (ss. kayak og SUP) sem gætu einnig nýtt sér þá aðstöðu sem líst er stuttlega hér að ofan.

Points

Það væri frábært að fá aðstöðu í Gravarvoginn, og ekki þurfa að keyra bæinn þverann oft í viku til að komast í Nauthól.

Það væri frábært að komast líka í sjóinn í Grafarvogi😁

vantar fleiri sjósundsstaði í reykjavík

Frábær staður

Sjósund er gott, bæði fyrir sál og líkama. Ný aðstaða gerir fleirum kleift að prófa. Það er umhverfisvænt að hafa aðstöðu í næsta nágrenni.

Sjósund nýtur vaxandi vinsælda og fjaran við Geldingarnes er frábær til þess að stunda sjósund. Það væri frábær viðbót við þá útivistarparadís sem Grafarvogur er að fá sjósundsaðstöðu í hverfið og er auk þess umhverfisvænt að þurfa ekki að aka langar leiðir til að komast í sjósundsaðstöðu með sturtu og heitum potti.

Það væri frábært að hafa svona aðstöðu í hverfinu okkar,myndi stytta verulega vegalengdina, sem er í nauthólsvík.

Sjósund er allra meina bót. Ætti að vera hægt að stunda það á mun fleiri stöðum í borginni. Með litlum tilkostnaði í formi einfaldrar búningsaðstöðu er hægt að efla heilsu mun fleiri borgarbúa og landsmanna.

Frábær staðsetning og um að gera að koma upp fleiri stöðum í Reykjavík vegna vinsælda.

Ég hef stundað sjósund í 13 ár bæði við Geldinganes og í Nauthólsvík. Geldinganeseiðið er alveg frábært frá náttúrunarhendi, fegurðin mjög mikil og hentar sérstaklega vel fyrir sjósund. Fyrir allmörgum árum var ég félagi í Kayjakfélaginu án þess að eiga kajak og fékk að nota aðstöðuna þar - skipta um föt og fara í surtu. Síðustu mánuði hef ég notað heita pottinn heimavið. Það hefur verið lengi á dagskrá hjá mér að benda borgaryfirvöldum á að koma upp aðstöðu fyrir sjósundfólk við Geldinganes

Frábær staðsetning fyrir vaxandi íþrótt nálægt íbúum

Fyrir mína heilsu og heilsu almennings

Aðstaðan í Nauthólsvík er löngu sprungin og nesið væri frábær viðbót bæði út af kjöraðstæðum þar og ekki síður vegna staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu. Mundi þjóna þeim fjölda fólks sem í dag eru að keyra frá efri byggðum og spara þannig tíma, peninga og álag á umferðarmannvirki, að maður tali nú ekki um mengunina.

Sjósund er með hollari heilsurækt sem hægt er að stunda og því fleiri staðir með góðri aðstöðu því betra.

Væri frábært að fá sjósundsaðstöðu við Geldinganes og geta þá farið allt árið í sjóinn í hverfinu. Kaldi potturinn í Grafarvogslaug er vel nýttur og þessi aðstaða yrði vel nýtt af Grafarvogsbúum og nágrönnum okkar.

Frá nátúrunnar hendi eru kjöraðstæður til sjósunds við eiðið / Geldinganes. Það vantar hins vegar aðstöðuna til að gera þetta fullkomið.

Meginrökin eru tvíþætt: Annars vegar sú staðreynd að vaxandi fjöldi fólks stundar þessa hollu íþrótt. Hins vegar umhverfissjónarmið, þ.e. að allur sá fjöldi, sem býr í austurhlutanum, þurfi ekki að endasendast þvert yfir bæinn með tilheyrandi mengun. Allt í lagi að horfa aðeins út fyrir 101/102

Það er ótækt að fólk í efri byggðum sé að keyra bæinn þveran til að synda niður í Natuhólsvík þegar frábærar aðstæður eru fyrir hendi í Grafarvogi. Sjósundaðstaða við Geldinganes þarf ekki að vera flókin né kostnaðarsöm. Útiklefar og útisturtur myndu nægja til þess að byrja með. Ballehage sjósundaðstaðan í Århus, Danmörku er dæmi um hversu einfalt og sjálfbært þetta getur verið.

Frábær hugmynd sem byggir undir líðheilsu enda sjósund allra meina bót auk þess að vera umhverfisvæn þar sem hún dregur úr mikilli umferð til og frá Nauthólsvík mar sem sjósundsaðstaðan er búin að sprengja utan af sér enda ásókn í sjósund sívaxandi sport sem hentar fólki á öllum aldri.

Aðstaðan við Nauthólsvík er góð en annar ekki þeim fjölda sem vill stunda sjósund. Það myndi líka minnka umferð sem annars er beint þangað. Geldingarnes er kjörið fyrir sjósund, þar er aðgrunnt öðru megin og söndug fjara sem hentar mörgum en hinum megin er meira dýpi fyrir þá sem vilja.

Ég hef stundað sjósund í fjölda mörg ár, hef því reynslu af því hversu mikil heilsubót það er. Það myndi muna miklu að fá aðstöðu nær minni heimabyggð.

Ég hef stundað sjósund í mörg ár, og get í dag notið þess að synda í sjó&vötnum án þess að komast í heitt vatn á eftir og það er yndislegt að synda við Geldinganes! Það væri samt mjög góð og mikilvæg viðbót að eiga kost á upphitun og aðstöðu aðloknu sjóbaði! Heit útisturta væri frábær! Heitur pottur enn betri en hann þarf væntanlega að vakta og tæma þegar gæsla/starfsmenn eru ekki til staðar. Eflum útivist og tækifæri til heilsusamlegrar hreyfingar!

Aðstaða á þessu svæði myndi nýtast vel þeim sem búa og vinna í austurborginni og létta á aðstöðunni við Nauthólsvík,en sú aðstaða er löngu sprungin vegna sívaxandi vinsælda sjóbaðanna.

Margir aka um langan veg til að komast í Nauthólsvikina.... drögum úr mengun og bætum þjónustuna við sjósundsfólk

Það væri frábært að fá sjósundsaðstöðu í austurhluta borgarinnar fyrir íbúa og annað útivistarfólk, sérstaklega við Geldinganesið sem er akkúrat í leiðinni fyrir fólk sem stundar fjallgöngur á fjöllunum í Mosó og Esjunni o.fl. Snilld að komast í sjósund eftir góða göngu ✌️

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmynd þessi var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins. Þær 5 hugmyndir sem fengu flest like í hverju hverfi, af þeim sem eru tækar, fara sjálfkrafa á kjörseðlana. Þín hugmynd var ein af efstu fimm og er því sjálfkrafa komin á kjörseðilinn í þínu hverfi. Hugmynd var aðlöguð í samráði við hugmyndahöfund til að hún væri metin tæk. Heit laug fellur ekki að reglum verkefnisins og er ekki hluti af aðlagaðri hugmynd. Næsta skref í verkefninu er að velja aðrar þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Kæri hugmyndahöfundur, Til hamingju hugmyndin þín hlaut kosningu í Hverfið mitt 2021. Alls voru 111 hugmyndir kosnar og munu þær koma til framkvæmda á árinu 2022, niðurstöður kosninga má sjá á www.Hverfidmitt.is. Næsta haust hefst hugmyndasöfnun að nýju og gefst þá Reykvíkingum aftur tækifæri til þess að setja inn hugmyndir að verkefnum sem gera hverfi borgarinnar betri og skemmtilegri. Við þökkum þér kærlega fyrir þína þátttöku og viljum hvetja þig til þess að halda áfram að vera virkur þátttakandi í málefnum hverfisins. Ýmsar leiðir eru fyrir borgarbúa til þess að hafa áhrif á þróun borgarsamfélagsins og síns nærumhverfis. Íbúaráð Reykjavíkurborgar eru lifandi samstarfsvettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda. Virk íbúaráð eru í öllum hverfum Reykjavíkur og funda þau í hverjum mánuði yfir vetrarmánuðina. Nánari upplýsingar er að finna hér: https://reykjavik.is/ibuarad. Einnig viljum við vekja athygli á því að ábendingavefurinn er alltaf opinn fyrir borgarbúa sem vilja láta vita af einhverju sem betur má fara í umhverfinu eða þarfnast lagfæringar: https://abendingar.reykjavik.is/. Bestu kveðjur, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information