Göngustígur - Lækjarvað að Norðlingaskóla (Brautarholti)

Göngustígur - Lækjarvað að Norðlingaskóla (Brautarholti)

Hvað viltu láta gera? Taka efni úr mön við Lækjarvað og gera göngustíg í gegnum mönina sem myndi tengja saman bílastæði Norðlingaskóla og Lækjarvað. Einnig að búa til framhald á göngustíg (Norður/Suður) fyrir framan Árvað 1 til að tengja saman Árvað og Norðlingaskóla (Brautarholt). Búa til gangbraut við enda göngustígs við Árvað ásamt því að setja gangbraut á bílaplani Norðlingaskóla til að tengja við gangstíg sem færi í gegnum mönina og myndi tengja við Lækjarvað. Sjá útskýringar á myndum. Hvers vegna viltu láta gera það? Göngustígurinn myndi bæta flæði og koma í veg fyrir slys þegar skólakrakkar og fullorðnir fara yfir hólinn, sérstaklega í bleytu, snjó og hálku. Þarna ganga skólakrakkar daglega á leið í og úr miðstigi Norðlingaskóla (Brautarholti) sem ekki er staðsettur í Norðlingaskólanum sjálfum heldur í húsnæði við Norðlingabraut 4. Undirritaður hefur orðið vitni af slysum og óhöppum í gegnum árin þar sem skólakrakkar og fullorðnir fara yfir mönina þar sem brattinn er mikill. Það er í eðli okkar allra að velja styðslu leið og er umrædd hugmynd styðsta leið á milli Lækjarvaðs og Brautarholts. Undirritaður merkti með grænum línum inn á kortið hver styðsta leið er í dag miðað við þá göngustíga sem fyrir eru. Það hafa komið rökfærslur á móti hugmynd sem þessari að hún beinir skólabörnum inn á bílastæðið. En staðreyndin er sú að samt sem áður er þessi leið farin yfir mönina með fyrrgreindum slysagildrum. Eins og undirritaður bendir á að þá er hugmynd að gera gangbraut á bílastæði Norðlingaskóla til að auka öryggi skólabarna og fullorðina íbúum Norðlingaholts til hagsbóta.

Points

Það er stór hættulegt þegar börn hjóla yfir mönina. Það hefur barn slasað sig mjög alvarlega við að hjóla þarna yfir. Barnið datt og brotnaði á nokkrum stöðum í andliti, var samt með hjálm.

Skólinn er einnig með byggingu við Norðlingabraut og því fara margir nemendur yfir brekkuna à leið sinni þangað sem eykur slysahættu.

Einn af fjölmörgum stöðum þar sem hægt væri að bæta stíganetið í hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information