Leirkerasmiðjan í Vesturbæ

Leirkerasmiðjan í Vesturbæ

Hvað viltu láta gera? Keramik Vinnustofa þar sem hægt væri að leigja aðstöðu á viðráðanlegu verði, skammtíma og langtíma leiga. Aðgangur að verkfærum, leiðbeningu, tækjum og verkfærum, möguleiki á að leigja aðstöðuna fyrir smærri sem og stærri verkefni. Tóm rými í vesturbæ/miðbæ hafa skapað tækifæri yfir tíma Covid að veita athafnarfólki pláss til að skapa samfélag upprennandi leirkerasmiða. Sérstök áhersla væri á umhverfisvæna vinnu þar sem mikilvægi nýtingu efna verður í forgrunni. Leirkerasmiðjan býður fólki á öllum aldri í samkomuhús hugmynda, samvinnu og sköpunnar. Í framhaldi myndi Leirkerasmiðjan bjóða upp á samvinnu með skólum, öðrum löndum og gestakennurum. boðið væri upp á námskeið opin almenningi. Möguleiki væri á stuttum leirkeranámskeiðum kennd af þeim sem nýta sér aðstöðuna. Umsjónar-manneskja/manneskjur með þekkingu væru yfir verkstæðinu og myndu passa uppá húsnæði, dagskráargerð, utanumhald og búnað. Hvers vegna viltu láta gera það? Mikilvægt er að kveikja áhuga og veita rými fyrir listsköpun. Leirkerasmiðjan gefur listafólki tækifæri á að byggja upp þekkingu og þróa sig áfram í öruggu rými. Nú er tækifæri að nýta tóm húsnæði sem hafa myndast yfir síðustu mánuði. Höldum lífi í vesturbænum og finnum nýjar leiðir.

Points

Virkilega flott hugmynd!

Verulega góð hugmynd - aðstaða er einmitt það sem vantar því að það er plássfrekt og flókið að vilja vinna með leir í heimahúsum.

Frábær hugmynd, ég myndi gjarnan nýta mér þetta. Ég vinn í myndlist og hef fengið hugmyndir sem ég myndi vilja útfæra með leir en hef ekki haft aðstöðu í slíka vinnu.

Það er heilum í því að vinna með höndunum. Yndisleg afþreying fyrir alla aldurshópa.

Hef hugsað um þetta sama lengi, vantar sárlega svona aðstöðu miðsvæðis í Reykjavík, samfélag leirlistafólks/listamanna/hönnuða !!!

þetta myndi henta mér fullkomlega, er að vinna með leir en hef ekki fjármagn á að koma mér upp ofni og aðstöðu, væri til í að vera með námskeið, flott að komast í aðstöðu til þess.

Hentar mér fullkomlega! Bý og vinn erlendis en kem reglulega heim og þá er ágætt að geta leirað heima líka :)

Mjög góð hugmynd! Þetta vantar alveg og myndi gleðja fólk í skammdeginu

Frábært ef Reykjavíkurborg væri til í að reka svona stað sem allir geta nýtt sér bæði sem hobby eða fyrir hönnuði og listamenn til að gera tilraunir . Ég mun koma í vesturbæinn til að leira :)

Frábær hugmynd! Það vantar akkúrat svona aðstöðu í Reykjavík!

Frábært framtak sem ég myndi vilja vera hluti af! Hef ekki aðstöðu heima né annars staðar og langar mikið að hafa slíka aðstöðu til þess að ganga að án þess að skuldbinda mig til lengri tíma.

Mér líst mjög vel á þessa hugmynd og myndi ég hiklaust nýta mér svona aðstöðu í vesturbænum. Staðsetning einhvers staðar á Granda/Fiskislóð væri góð og aðgengileg.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Hugmyndin felur í sér verulegan rekstrarkostnað og fellur því ekki að reglum verkefnisins. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedils-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-almennar-upplysingar-2020-2021. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Þetta yrði afar vel nýtt af listamönnum, jarðhæðin við Dunhaga þarsem Videóljónið var myndi duga vel. Þekki svona verkstæði frá Amsterdam, þar var einnig trésmíðaverkstæði undir sama þaki og aðgangur falur fyrir lágt mánaðargjald. Þarna komu saman aðilar af ólíkum kynslóðum í lengri og skemmri tíma, eldri borgarar, listamenn, þetta gætu leikskólar og barnafólk nýtt sér ofl.ofl. Slíkur staður myndi veita vettvang fyrir skörun ólíkra hópa og veita íbúum tækifæri á að rækta sínar skapandi hliðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information