Aðskilinn hjólastígur í Lönguhlíð og Nóatúni

Aðskilinn hjólastígur í Lönguhlíð og Nóatúni

Hvað viltu láta gera? Framlengja hjólastíginn í Lönguhlíð norður við Miklubraut, niður Nóatún að Suðurlandsbraut. Hvers vegna viltu láta gera það? Það eru góðir aðskildir hjólastígar meðfram stofnbrautum í borginni, t.d. Kringlumýrabraut og Suðurlandsbraut en það vantar fleiri hjólastíga inn í hverfin. Að framlengja hjólastíginn í Lönguhlíð myndi tengja hverfið betur og auðvelda fólki á öllum aldri að komast í miðbæinn og Borgartúnið á reiðhjólum.

Points

Löngu tímabær hugmynd. Samhliða lagningu nýs hjólastígs ætti að endurhanna öll gatnamótin, þ.á.m. Miklubraut, m. hollensku sniði, þ.e.a.s. halda stígnum óbrotnum yfir gatnamótin og staðsetja öryggiskanta sem hægja á bílum sem eru að beygja.

Frábær hugmynd.

Hjóla þarna daglega og maður er alltaf í smá hættu þarna, sérstaklega þar sem langahlíð og nóatún mætast því tvær akreinar verða að einni og er sú akrein mjög þröng, ekki pláss fyrir bæði bíl og hjól

Þetta er frábær hugmynd, ég hjóla þarna mjög mikið og það væri algjörlega frábært ef núverandi útfærsla á suðurhluta Lönguhlíðar væri framlengt þarna niður eftir. Í núverandi mynd þá virkar norðurhluti Lönguhlíðar einnig sem einskonar gjá á milli Klambratúns og hlíðana.

Færa hjólaumferð inn á 30 götur og setja þau í forgang á litilli merktri akrein, bílar mega lulla fyrir aftan eða taka framúr ef umferð leyfir. Eins og Rauðarárstígur mætti vera hjólagata fyrir mér, Skúlagata, Bríetartún, Flókagata, jafnvel Snorrabraut, get talið mikið upp. Hverfisgata og Borgartún eru götur með hjólastíg en ég hjóla frekar á götunni, upplifi mig meira öruggann.

Hjóla mjög eft þarna og tek undir þessa tillögu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information