Þrenging í Sigtúni

Þrenging í Sigtúni

Hvað viltu láta gera? Setja upp þrengingu og betri merkingar við gatnamót Sigtúns og Gullteigs. Hvers vegna viltu láta gera það? Á hverjum degi aka fjölmargir bílar inn í Sigtún í leit að leið út á Kringlumýrarbraut. Merkingin sem gefur til kynna að þetta sé botngata er ekki nógu skýr. Þetta veldur óþarfa hættu fyrir íbúa Sigtúns, tefur ökumenn sem villast þarna inn og eykur mengun.

Points

Þetta er líka mikilvæg göngu- og hjólaleið fyrir börn og fullorðna sem eru á leið í Tónskóla Sigursveins á Engjateig. Mætti setja upp gangbraut og hraðahindranir á þessum gatnamótum.

Hér vantar hið minnsta betri botnlangaskilti til að byrja með, hægt að byrja á því. Kannski óþarfi að setja þrengingar en amk. góð skilti!.

Það er furðulegt að þetta sé botngata. Nú fara bílar í hundruðatali á hverjum degi um bílastæðin við Grand hótel, sem er einkalóð, með tilheyrandi hættu. Það væri nær að opna fyrir tenginguna við Kringlumýrarbraut frá Sigtúni.

Gatan er breið sem freistar margra til að aka hratt bæði vegna þess að hún er breið og hús öðru megin götu. Ég hef oft orðið vitni af hröðum akstri niður götuna og enn hraðar tilbaka þegar viðkomandi hefur áttað sig á lokuninni. Upphækkun, þrenging og gróður myndi gefa skilaboð um að um íbúðagötu sé að ræða og beri því að aka varlega. Aldrei gott að tengja 30km íbúðagötur beint við stofnbraut. Grand hótel er bara með þetta opið vegna þess að þeir nýta þessa leið mikið sjálfir t.d. fyrir rútur.

Stefán Vilbergsson: Hver er hættan hjá Grand hótel sem yrði ekki á íbúagötunni Sigtúni?

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem hún flokkast sem viðhalds- eða öryggisverkefni. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðkomandi sviðs innan borgarinnar. Viðhalds- og öryggisverkefni eru ekki lengur hluti af lýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Réttur farvegur fyrir slíkar hugmyndir eru á vefnum: https://abendingar.reykjavik.is/. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information