Skjótum rótum skógur í Laugardal

Skjótum rótum skógur í Laugardal

Hvað viltu láta gera? Það eru örfá græn svæði eftir í Laugardalnum sem ítrekað er verið að reyna að byggja á. Í hvert skipti sem ný borgastjórn myndast, þá er byrjað á að þétta byggð í Laugardalnum Vil halda þessum grænu svæðum áfram grænum td. með að leyfa Björgunarsveitunum að gróðursetja áramótatréin sín sem eru fjármögnuð með "Skjótum rótum" verkefninu. Hvers vegna viltu láta gera það? Þessi svæði sem sífellt er verið að reyna að byggja á eru að verða ein af loftmenguðustu svæðum Reykjavíkuborgar vegna þéttingu byggða og breytingu á umferð. Eina leiðin til að sporna við mengun er að gróðursetja

Points

Framávið verða verðmæti í Laugardal sem grænt svæði innan Reykjavíkurborgar meiri. Stjórnvöldum ber að standa vörð um það fyrir komandi kynslóðir. Leið að sama markmiði væri að efla og fegra suðausturhluta Laugardals (við Glæsibæ) sem útivistarsvæði og styrkja Laugardalinn í heild sinni sem vin innan borgar

Suðurlandsbraut er mikil umferðargata og á gatnamótunum við Grensásveg er þung umferð og mikil loftmengun. Í stað þess að byggja verslunarrými á lóðinni vestan við Glæsibæ ætti frekar að gróðursetja tré til að vinna á móti umferðarhávaða og draga úr loftmengun, og nýta lóðina fyrir stækkandi útivistarsvæði. Græn svæði eru verðmæti sem við megum ekki fórna fyrir velmegun og betri efnahag. Ef það vantar verslunarrými þá væri nær að skipuleggja Skeifuna betur og leggja hringaksturinn þar af.

Trjágróður meðfram Suðurlandsbraut er gott dæmi um framsýni þeirra sem fara með málefnin. Mjög smekklegt í dag. Ræktun trjáa á þeim fáu grænu svæðum sem eru í borginni er réttlætismál framtíðarbarna okkar.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Þín hugmynd var ekki metin tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem ekki er um að ræða eiginlega nýframkvæmd. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information