Undirgöng undir Hringbraut við HÍ

Undirgöng undir Hringbraut við HÍ

Hvað viltu láta gera? Undirgöng í stað gönguljósa við HÍ Hvers vegna viltu láta gera það? Undirgöng myndu greiða götur gangandi og hjólandi sem fara þessa leið auk þess að bílaumferð yrði greiðari. Færri og styttri stopp fyrir bíla minnka jafnframt mengun, útblástur og svifrik.

Points

List vel á þetta

Það er bráðnauðsynlegt að laga stífluna sem nær inn í hringtorgið.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Um er að ræða þjóðveg í þéttbýli og breytingar því á forræði Vegagerðarinnar sem er veghaldari þjóðvega. Vegagerðin og Reykjavíkurborg eiga farsælt samstarf um úrbætur á þjóðvegum og verður tillögunni komið áfram til Vegagerðarinnar og skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Þess að auki eru gangandi og hjólandi ógjörn á að nota brýr og göng. Samkvæmt eftirfarandi rannsókn er fólk til í að leggja á sig 2,4 mínútna aukahlykk til að forðast brýr og 5,3 mínútna aukahlykk til að forðast undirgöng. Konur og eldra fólk er tilbúið til að ganga enn lengra til að forðast brýr og göng. Brýr og göng greiða ekki götur gangandi og hjólandi. https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1369847816303369

Frábær hugmynd, væri líka hægt að snúa þessu við og setja umferðina í stokk undir og hjólandi og gangandi yfir.

Göng eru hamlandi fyrir gangandi og munu líklega auka umferð og hraða á svæðinu.

Mun nær að draga úr umferðarhraða eða vinna að öðru leyti með bílaumferðina. Tryggja það að gangandi og hjólandi umferð flæði auðveldlega, fólk sitjandi í upphituðum bíl getur beðið aðeins.

Þessi framkvæmd væri algjörlega á forsendum bílanna og væri vond fyrir gangandi og hjólandi. Það er mjög lítið pláss fyrir brú eða göng á þessum stað þannig að rampar yrðu brattir , lítil sem engin dagsbirta í göngunum og rannsóknir sýna að slík göng eru einfaldlega ekki notuð. Gönguljósin virka ágætlega fyrir gangandi og hjólandi eins og staðan er núna og peningunum væri betur varið í aðrar aðgerðir fyrir þá hópa.

Gangandi vegfarendur eiga ekki að þurfa að fara króka í gegnum bílaumferð. Gangandi vegfarendur vilja ekki nota undirgöng. Bílaumferð má bíða, það er ekki réttur fólks um borð í bíl að vera á stöðugri ferð.

Með hliðsjón af athugasemd frá Martin Jónasi, mæti skoða að hafa göngin frá Bjarkargötunni frekar en Tjarnargötu? Í grunninn er hugmyndin góð.

Mæli með göngum eða brú, ljósinn eru alltof stutt frá hringtorginu og strætó stoppistöð þarna líka, það er oft bílaröð gegn um hringtorgið og út á hringbraut. Ljósin voru töluvert neðar en voru færð nær hringtorginu, svo hefði verið hægt að hafa útskot fyrir strætó í austur sem hefði breitt talsverðu.

Göng myndi skapa betra flæð bæði fyrir i gangandi, bíla-og hjólaumferð.

Martin Jónas hefur rétt fyrir sér. Göng eru hamlandi fyrir gangandi og ekki séns að maður nenni að halda á hjólinu niður stiga, hvað þá hjólastól. Frekar að setja umferðina í stokk.

Mjög góð hugmynd, hvort sem væri brú eða undirgöng, umferðarljósin löngu orðin þreytt, bæði fyrir gangandi vegfarendur og umferð í kring.

Auðveldar umferðinni, gangandi, hjólandi o.fl & þeim sem nota akgreinar. Þar legg ég þunga áherslu á að vinnudagur fólks í háskóla tekur sömu pásur og hjá öðru vinnandi fólki. Sem skapar þá aftur óþarfa umferð en ef það væru undirgöng eða góð göngu brú á þessu svæði.

Búið að skoða þetta. Það er ekki pláss fyrir undirgöng þarna.

Það eru um 8.000 í HÍ þetta myndi liðka mikið fyrir gangandi umferð í Háskólann og um leið fyrir umferð um götuna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information