Göngustígur meðfram Suðurlandsvegi

Göngustígur meðfram Suðurlandsvegi

Hvað viltu láta gera? Þegar rörið var lagt meðfram Suðurlandsvegi fyrr í ár hefði verið hægt að slá 2 flugur í einu höggi með því að koma fyrir göngustíg frá Selás, meðfram Suðurlandsvegi og að göngunum sem liggja undir Suðurlandsveginn. Hvers vegna viltu láta gera það? Beinni og styttri leið fyrir krakka úr Seláshverfi að ganga/hjóla í íþróttahúsið við Norðlingabraut og í Norðlingaskóla, styttri gönguleið fyrir þá sem búa í Selási og vilja labba kringum Rauðavatn. Þá væri hægt að tengja stíginn Viðarási á 2 stöðum og stytta leiðina milli hverfanna þannig.

Points

Það kemur stór hljóðmön þarna þegar vegurinn verður breikkaður

Þetta er mun heppilegri staðsetning en að fara niður að vatni og tengir hluta hverfisins betur við stíganetið. Óskiljanlegt að þetta hafi ekki verið gert samhliða framkvæmdunum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information