Hlaupastígur um ÍR

Hlaupastígur um ÍR

Hvað viltu láta gera? Hugmynd af framkvæmd: Hlaupastíg á jaðri svæðis Íþróttafélags Reykjavíkur. Hann væri stikaður á 100 metra fresti í kringum svæðið í Seljahverfi og væri rúmlega 1400m hringur. Stikurnar myndu telja frá 0m upp í 1400m og niður úr 1400m í 0m. Fyrir utan innkeyrslu inn á ÍR þá ætti stígurinn að vera órofinn varðandi bílaumferð. Frá innkeyrslunni væri hægt að hefja talningu/niðurtalningu á hlaupaleið sem væri bæði hægt að hlaupa réttsælis og rangsælis. Svæðið er tiltölulega flat og því gott til að æfa hraða hlaupakafla. Fyrirmyndirnar eru stikaður stígur á Klambratúni og stígur í kringum Kópavogskirkjugarð. Hvers vegna viltu láta gera það? Ástæða fyrir framkvæmd: Hlaupastígurinn væri gagnlegur fyrir þá sem æfa íþróttir á svæðinu. En einnig fyrir almenning í Breiðholti sem stundar útihlaup. Þetta væri einnig ákjósanlegt æfingasvæði fyrir ýmsa hlaupahópa í Reykjavík og nágrenni. Þá er skemmtilegt og hvetjandi að hafa áfanga til þess að hlaupa eftir. Áfangarnir væru einnig gagnlegir fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í skokki. Stígurinn myndi auðvitað rýma sterklega við menninguna á svæðinu sem er hreyfing og almenn heilsuefling. Þá er auðvitað fínt að hafa bekki á völdum stöðum á stígnum fyrir gangandi vegfarendur og til dæmis fyrir nágranna í götunni Árskógar.

Points

Snilldarhugmynd

Frábær hugmynd. Nýtist öllum. Upphituðu og upplýst. Ef setja á bekki við stíginn sem myndi nýtast mörgum vel þarf að passa að hafa þa vel frá stígnum svo hægt sé að athafna sig við þá án þess að vera a stígnum sjálfum. Get ekki beðið eftir þessum stíg 😀

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Svæðið sem um ræðir er í uppbyggingu og/eða breytingar fyrirhugaðar á komandi árum og því ekki tímabært að kjósa um að svo stöddu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu inn í það ferli. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Frábær hugmynd fyrir alla á öllum aldri

Sammála

Frábær hugmynd, styð hana en vil þó leggja til að brautin verði upphituð þannig hún nýtist árið um kring. Hún væri tengd við göngustígakerfið þannig að eldri borgarar í nágrenninu gætu nýtt brautina sem og aðrir íbúar. Setja upp bekki með reglulegu millibili fyrir eldri hópinn.

Styð þetta, upphitaðann, og lýstann

Frábær hugmynd, eykur líkur að að fólk stundi hreyfingu í ríkari mæli og auðvitað nauðsynlegt að stígurinn yrði upphitaður og upplýstur

Frábær hugmynd

Flott hugmynd. Mætti alveg vera úr möl að hluta til eða öllu leyti.

Til að þessi stígur nýtist sem best þyrfti hann einnig að vera upphitaður og upplýstur. Þannig væri á hvaða árstíma sem er eins konar "öruggt svæði" án hálku og bílaumferðar í boði.

Frábært hugmynd. Upphitaður og með lýsingu svo það verði aðgengilegt allt árið, kvölds og morgna :-) Ekki bara fyrir hlauparar. Góður göngustígur fyrir eldri borgara sem búa þarna í kring. Upphitunbraut fyrir íþróttakrakka, öruggt leið (engin bílaumferð)

Mjög þarft fyrir alla flottu hlauparana í hverfinu og aðra. Fyrirmyndin í kringum kirkjugarðinn í Kópavogi er mjög mikið notuð af hlaupurum og gangandi. Reykjavík má taka Kópavog til fyrirmyndar hvað varðar lýðheilsubótar verkefni sem þetta. Myndi nýtast best ef stígurinn væri upphitaður og nýtast sem flestum ef það væri bekkir hjá

Frábær hugmynd sem gæti nýst fólki á öllum aldri

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information