Bergstaðastræti er með elstu götum borgarinnar og er mjög falleg gata.Nú eru elstu íbúar götunnar farnir að týna tölunni og yngra fólk með ung börn komið í staðinn,sem er gleðileg þróunn.En umferðin um götuna hefur aukist jafn og þétt .Börn,gangandi og hjólandi íbúar eru í stórhættu á leið sinni,en mjög margir íbúar Bergstaðastrætis eru ekki á bíl.Okkar einlæga ósk er að gera götuna að Vistgötu með trjám og blómakerjum,eins og Þórsgatan var hönnuð og gera götuna okkar enn fallegri. KK.Sigrún H.
Dregur úr umferð og hættu á slysum. Dregur úr mengun og ryki. Gatan verður Vistvæn og fögur. Litil fyrirtæki eru að festa sig í sessi og þurfa ekki þennan gegnum akstur eftir götunni. Börn og unglingar geta hætt sér út og leikið sér án hættu að vera keyrð niður jafnvel þótt þau séu upp á gangstétt.Rútur og leigubílar leggja allstaðar upp á gangstéttum allan sólahringinn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation