Starengið í Grafarvogi samanstendur af fjórum botnlöngum. Gatan er löng og eiga bílstjórar það til að keyra vel yfir hraðamörkum í götunni. Hér búa mörg börn og íbúar hafa áhyggjur þeirra vegna af hraða bílanna. Blómaker við upphaf botnlanga myndu hægja á bílaumferð og börnin væru öruggari.
Starengið í Grafarvogi samanstendur af fjórum botnlöngum. Gatan er löng og eiga bílstjórar það til að keyra vel yfir hraðamörkum í götunni. Hér búa mörg börn og íbúar hafa áhyggjur þeirra vegna af hraða bílanna. Lengi hafa íbúar velt fyrir sér hvernig hægt sé að hægja á umferð í Starenginu án þess að þurfa að setja þar hraðahindranir. Blómaker myndu gera það, ásamt því að fegra umhverfið í leiðinni. Vinsamlega hjálpið okkur að koma þessari hugmynd í framkvæmd.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation