Hofsvallagötu að Breiðgötu / Boulevard

Hofsvallagötu að Breiðgötu / Boulevard

Hvað viltu láta gera? Hugmyndin snýr að því að taka Hofsvallagötu og breyta ásýnd hennar frá horni við Landakot og alveg niður að Ægissíðu. Hjólastígar báðu megin, gróður og tré í miðjunni og aksturstefna í báðar áttir eins og er í dag. Til samanburðar má skoða Sóleyjargötu við Hljómskálagarð, sú gata er borgarprýði. Hvers vegna viltu láta gera það? Hofsvallagata var tekin í gegn fyrir nokkrum árum. Þær breytingar féllu misvel í fólk. Nú er komið að því að taka götuna vel í gegn og gera hana að alvöru kennileiti hverfisins. Við götuna er fjöldinn allur af metnaðarfullri þjónustu, en umhverfið í kring er ekki í samræmi við metnað þeirra sem halda úti þjónustu við götuna. Gangstéttin beggja vegna er illa farin og hjólastígar hættulegir í núverandi mynd, þar sem þeir halla að gangstétt / kantsteinum. Gangstétt og hjólastígar mættu vera sameinað eins og þekkist á t.d. Ægissíðu, Hagamel og fleiri stöðum.

Points

Ég ætlaði að leggja inn hugmynd á þessum nótum, en þessi hugmynd er ennþá metnaðarfyllri og þess vegna styð ég hana. Þessi tillaga byggir á heildarsýn fyrir götuna og hverfið, sem mun eflaust styrkja þjónustuna og mannvistina á svæðinu

það má fara alla leið með þessa götu. Ekki kvart leið einsog staðan er í dag.

Myndi fegra götuna. Skapa tengingu á milli Hofsvallagötu beggja vegna Hringbrautar. Það myndi skapa heildræna upplifun.

Frábært og löngu tímabært að lagfæra götuna fyrir alla gangandi, hjólandi og bifreiðar

Ég verð að vera sammála Kristínu Huld og Ernu. Mér finnst Hofsvallagatan allt of þröng til þess að breytast í eitthver "Boulevard"! Ég bý við þessa götu og á mjög erfitt með að sjá þetta

Fáránleg hugmynd. Börn úr Landakotsskóla ganga Hofsvallagötuna úr og í skóla og í Sundlaug Vesturbæjar. Stunda hlaup um hverfið (meðfram Hofsvallagötu) þar sem engin íþrótta-aðstaða er í skólanum. Auk þess er lægsti aksturshraði við skóla og spítala (Landakotsspítala) samkvæmt umferðarlögum. Ótrúlegt að láta kjósa um þessa hugmynd.

Fáránleg hugmynd sem gengur ekki upp. Alltof þröng gata fyrir þessa hugmynd. Íbúar sem eiga bíla kæmust ekki með bíla að og frá húsum sínum.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og verður ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Vesturbæjar á þriðjudaginn næstkomandi þann 30. mars milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 25 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/446160169797749. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Mjög góð tillaga. Ásýnd götunnar má bæta til muna, sbr. Sóleyjargötu og lagfæra hjólastíga og strætóstövar sbr. Lönguhlíð sunnan Miklubrautar. Þá mætti lækka hámarkshraða í 30 alla leið að Ægissíðu.

Góð hugmynd nema að hjólastigur þarf að vera aðskilin frá gangstétt. Hjól fara auðveldlega upp í 25 km hraða og eiga ekki samleið með gangandi vegfarendum.

Mjög góð hugmynd. Mun auka öryggi til muna

Kæri hugmyndahöfundur Uppstilling kjörseðla fyrir kosningarnar í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt fór fram á opnum fundum íbúaráða Reykjavíkurborgar frá 22. mars til 20. maí sl. og liggur nú niðurstaða fyrir í öllum hverfum. Þín hugmynd var því miður ekki valin áfram og verður því ekki á kjörseðlinum að þessu sinni. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið má finna hér: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt Í fyrsta skipti var öllum boðin þátttaka í þessum lið ferilsins, þ.e. að velja hugmyndir á kjörseðilinn að yfirferðar- og samráðsferli loknu. Þátttakan í uppstillingunni fór fram úr björtustu vonum og ljóst að margar góðar hugmyndir verða á kjörseðlum allra hverfa Reykjavíkur í kosningunni í haust. Á www.hverfidmitt.is má sjá þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 30. september - 14. október næstkomandi. F.h. Hverfið mitt Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information