leiksvæði

leiksvæði

Hvað viltu láta gera? Skemmtileg opin leik og útivistarsvæði í líkingu við Frístundagagarðunn við Gufunesbæinn. Þarna væru skemmtileg útitæki sem reyna á börn og ungmenni - aðstaða fyrir grill - skemmtilegir bekkir til að tylla sér á. Breiðholtið er stórt hverfi og mér finnst skrítið að í svona hugmyndavinnu sé hverfinu ekki skipt upp Vil lîka að betur sé hugað að þrifum og hreinsun á stígum og opnum svæðum. Hjólastígur í Elliðaárdalinn er algjörlega nauðsynlegur til þess að tryggja öryggi allra og ætti hann að fara á dagskrá sem allra fyrst. Hann þarf að vera með akreinum í sinn hvora áttina. Eins mætti búa til skemmtileg svæði með bekkjum og smávegis af leiktækjum vítt og breitt um dalinn. Hvers vegna viltu láta gera það? Vil auka möguleika allra till þess að njóta umhverfisins og að barnafólk hafi aðstöðu til þess að fara út með börnin sín. Vil geta hjólað í gegnum Elliðaárdalinn og notið þess án þess að eiga á hættu að valda slysi eða verða fyrir slysi.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Hugmyndin þín var metin tæk* af fagteymi sérfræðinga verkefnisins og verður ein af þeim hugmyndum sem stillt verður upp á fundi íbúaráðs Breiðholts á fimmtudaginn næstkomandi þann 15. apríl milli kl. 17-19 þar sem valdar verða 25 af þeim hugmyndum sem verða á kjörseðli hverfisins í kosningunni í haust. Hér er hlekkur á facebook event fundarins sem verður opinn og streymt beint: https://www.facebook.com/events/184485366578370/. Í einhverjum tilfellum hafa hugmyndir verið sameinaðar þar sem þær hafa verið taldar mjög áþekkar annarri/öðrum hugmyndum og í nokkrum tilfellum höfum við gert litlar breytingar á hugmyndum til þess að þær falli betur að reglum verkefnisins.* Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information