Almenningsgarður með leiktækjum við Brekkustíg

Almenningsgarður með leiktækjum við Brekkustíg

Hvað viltu láta gera? Almenningsgarðurinn sem staðsettur í miðju íbúðarhverfinu með aðgengi frá Brekkustíg þarf nauðsynlega andlitslyftingu. Hann gæti verið öruggur staður fyrir börn að leika þar sem garðurinn er nánast aflokað svæði. En vegna þess að honum hefur ekki verið haldið við er þessi staður úreltur og svolítið hættulegur. Fyrsta verk þyrfti að vera að gera garðinn öruggan: -Með því að koma fyrir útilýsingu og lýsa upp garðinn í skammdeginu. Börn leita þangað til þess að leika sér eftir skóla og að vetri til er þar kolniða myrkur. -Með því að koma upp leikvallarhliði inn í garðinn fyrir göngustíginn svo hann verði öruggari staður fyrir ung börn að leik. -Með því að jafna undirlagið, það er óstöðugt og ójafnt undir háu grasinu. -Með því að gera snyrtilegt og tína rusl sem hefur safnast saman með tímanum. Frábærar viðbótir væru svo að: -Tyrfa aftur og fá nýtt líflegt gras. -Setja upp niðurgrafið trampolín í stað þess sem nágrannar gáfu rausnarlega og komu fyrir í garðinum fyrir börnin sem leika sér þar. Hvers vegna viltu láta gera það? Garðir og leikvellir stuðla að frábærum félagslegum tengslum. Það er eitt að börn geti leikið sér í sínu hverfi en það eykur líka tengsl á milli nágranna fjölskyldna. Að gera garðinn aðgengilegan, öruggan og snyrtilegan myndi skapa falleg augnablik í hverfinu.

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna / valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Frábær hugmynd!

náttúrulegur og fínn eins og hann er..láta hann vera ..hann þarf enga breytingu

Fínt að fá ljós í garðinn. Ósammála því að jafna undirlagið, það má vera ójafnt, gerir garðinn sérstakan. Í garðinum vex ótrúlegur fjöldi íslenskra jurta sem almennt hefur verið útrýmt í borgarlandinu.

If the irregularity of the soil along with the high herbs are part of its geology then we shouldn’t touch it, I agree. But then there is still a need to clean this area as there are bricks and trash here and there. This place mainly needs lights. But some people said that it maybe doesn’t belong to Reykjavikborg. I heard different feedbacks, I don’t know which one is right.

Frábær hugmynd, væri gaman að setja upp almennilega bekki og útigrill þannig að hægt sé að vera með hverfisgrill

Almenningsgarður með leiktækjum, ekki bara leikvöllur, Skjólsælt, hægt að gera fallegan garð

Ég er buin að uppfæra titilinn með "Almenningsgarður með leiktækjum við Brekkustíg"

Þessi lóð er ekki í eigu Reykjavíkurborgar eftir því sem ég best veit.

Hugmyndin er ekki sú að þessi staður breytist í tívolí, heldur aðeins viðhaldinn og öruggur.

Mér líst vel á hugmyndina um að gera eitthvað gott, og finnst það ætti að varðveita hvönnina og annan villtan gróður, sem býður býflugur og snigla velkomin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information