Í Leirvogi, beint fyrir neðan Garðsstaði í Staðahverfi Grafarvogi, er lítil falleg vík með sandströnd. Það væri frábært útivistasvæði ef aðgengi að fjörunni yrði bætt og fjaran hreinsuð. Það væri jafnvel hægt að stækka bílastæði við kartöflugarðanna í Gorvík ( rétt fyrir ofan) og gera göngustíg þaðan niður í fjöruna. Svo seinna væri hægt að bæta við útisturtu, útiklefa og pott út í sjó eins og í Nauthólsvík.
Ströndin meðfram Grafarvogi er illa nýtt útivistasvæði. Víkin í Leirvogi væri mikil útivistarperla ef hún fengi smá aðhlynningu og kynningu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation