Nú er búið að gera Hverfisgötuna að flottri og vel skipulagðri umferðargötu. Þar getur fólk keyrt og hjólað um eins og þeim sýnist, sem er frábært. Spurning mín er: Er nauðsynlegt að Laugavegurinn sé líka umferðargata? Hvernig væri það nú ef að Laugavegurinn gæti verið göngugata allt árið um kring. Hægt væri að setja upp götumarkaði og fengið smá stemningu í götuna í staðinn fyrir að fá reykinn í lungun og augun þegar maður gengur götuna.
Ég bý í miðbænum og hef orðið vör við mikla mengun frá umferðinni á Laugaveginum. Þar að auki passa ég oft frændsystkinin mín sem þykir gaman að koma með mér í búðarleiðangur. Þar að auki finnst þeim gaman að skoða bæinn, sem er æðislegur vettvangur á sumrin fyrir frumleg og frjó börn að leika um frjálsum hala, að gera slíkt hið sama jafnvel þrátt fyrir ýmis veðurför og snjó. Þau geta þó ekki leikið lausum hala þegar þau og aðstandendur hafa stöðugar áhyggjur af bílaumferð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation