Hvað viltu láta gera? Í dag er þetta malar- og drulluplan með endurvinnslugámum á ósléttu undirlagi. Ganga þyrfti frá svæðinu með varanlegu yfirborði, jafnvel bekkjum og gróðri. Hér mætti koma fyrir djúpgámum í stað endurvinnslugámanna. Spildan er á borgarlandi. Hvers vegna viltu láta gera það? Verði af framkvæmdinni þá batnar að öllum líkindum umgengnin um svæðið og hvimleiðar ruslahrúgur heyri sögunni til. Svo náttúrulega bætir þetta lífsgæðin í hverfinu.
Já, endilega laga þetta plan, frábært að fá hleðslustöð og gott gámasvæði þarna.
Frábær hugmynd, þurfum fleiri djúpgáma í hverfið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation