Úlfarsárdalur

Úlfarsárdalur

Hvað viltu láta gera? Forgangslisti framkvæmda í Úlfarsárdal janúar 2021 1. Ljúka strax við merkingar gangbrauta (sebra)með lýsingu og gangbrautarmerki. Myndir. 2. Lýsa upp alla gangstíga við gangbrautir að Dalskóla 3. Gera gangstíga að leikskóla og Dalskóla manngenga, þeir eru sem Ódáðahraun yfirferðar 4. Fjarlægja gáma og byggingarusl af göngustígum. 5. Hreinsa upp byggingarusl í öllu hverfinu um leið og Áramótarusl er hreinsað 6. Ef það á að byggja á 15 ára gömlum óbyggðum lóðum þá hefjist það nú þegar. 1jan 2021 7. Allar byggingalóðir sem hlaðnar eru Byggingadrasli og efni verði hreinsaðar ekki seinna en strax. 8. Hafinn verði eftirfylgni Borgarkerfis á húsbyggendur að ljúka lóðum sínu og koma þeim í rétta hæð. Slugsið kemur í veg fyrir að nágranar geti klárað sínar lóðir . 9. Varnarvegg og brekku ofan Dalskóla neðan Úlfarsbrautar . Teikningar strax af ásýn og útliti. Verklok fyrir 15 ára afmæli hverfis í sumar 2021. 10. Svöðusár moldarflags er tilefni til moldroks, eftir háspennustrengslögn Landsnets í hálfhring kringum hverfið á nýliðnu hausti grasfræ í allt svöðusárið strax í vor 2021. 11. Lóðarhafar við Leirtjörn fái úrlausn mála sinna 8 m. niður á fast svo þeir geti hafið byggingu húsa sinna sumarið 2021 að öðrum kosti þekja svæðið með grasfræi. Lóðir hafa verið „tilbúnar“ í 2 ár 12. Upphaflegt deiliskipulag Halla frá 2007 skal vera í gildi án skilyrða. Erum til í að hleypa inn á svæðið völdum peningum og valda fyrirtækjum. Ekki ruslhaugum og drasli. Látum verkin tala G.Ben Hvers vegna viltu láta gera það? Við eigum 15 ára afmæli hér í Úlfarsárdal í sumar . Mál er að klára þetta hverfi ekki seinna enn strax, þetta er eiginlega orðið óþolandi fyrir íbúa hvað þetta hefur dregist á langinn

Points

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Svæðið sem um ræðir er í uppbyggingu og/eða breytingar fyrirhugaðar á komandi árum og því ekki tímabært að kjósa um að svo stöddu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu inn í það ferli. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Auðvitað á að gera þetta, en það er búið að greiða fyrir þetta með gatnagerðargjöldum og á ekki að vera að eyða þessum sjóði í þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information