Sleðbrekka Dalskóli frágangur

Sleðbrekka Dalskóli frágangur

Hvað viltu láta gera? Síðasta sumar var gerð sleðabrekka við Dalskóla. Brekkan var þökulögð og nokkrir metrar fyrir neðan. Fyrir neðan þessa þökulögn niður að göngustígnum þarna fyrir neðan er ófrágenginn melur með grjóti stóru sem smáu og trjám. Þegar börnin eru að renna þarna þá skapar grjótið og tréin slysahættu. Þarna þarf að hreinsa til eða bara þökuleggja miklu stærra svæði fyrir neðan brekkuna. Hvers vegna viltu láta gera það? Aðalega vegna slysahættu.

Points

Sleðabrekkan sem byrjað var á hefur ekki verið kláruð og er slysagildra eins og hún er í dag.

það eru margir krakkar í hverfinu og skólinn er við hliðina. Núna er mikið af grjóti og hættum sem gerir slys nánast öruggt að gerast fyrr en síðar. Þetta er því mjög tímabært verkefni sem myndi gleðja mörg hjörtu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information