Útskot til að geta lagt bíl við gönguleiðir meðfram ströndin

Útskot til að geta lagt bíl við gönguleiðir meðfram ströndin

Hvað viltu láta gera? Ég vil að það sé hægt að leggja útskot fyrir bíl svo megi yfirgefa hann á ýmsum stöðum við gönguleiðina frá JL húsinu og út á Gróttu. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er hvergi hægt að koma á bíl til að ganga hina fögru gönguleið meðfram norðurströnd Seltjarnarnes. Vilji maður t.d. bara ganga stuttan spöl, t.d. frá Bæjarskrifstofum Seltjarnarness áleiðis að baðsteini Ólafar Nordal í fjörunni er hvergi hægt að leggja bíl sínum. Gerum ráð fyrir að maður búi fjærri Seltjarnarnesi. Langan vegu eru engin bílaútskot, heldur aðeins einbýlishús með eigin bílastæðum og þar er ekki frjálst að leggja. Mér finnst að gönguleiðirnar sé ekki aðgengilegar fyrir þá sem vilja ganga stuttar vegalengdir og búa ekki nálægt þeim.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information