Stækkun útisvæðis við Vesturbæjarlaug

Stækkun útisvæðis við Vesturbæjarlaug

Hvað viltu láta gera? Taka niður girðingar sem eru inni á almannarými við Vesturbæjarlaug. Hvers vegna viltu láta gera það? Svo fólk og dýr hafi meira pláss til útivistar í almannarými. Þarna mætti kannski setja gosbrunn eða listaverk af öðru tagi. Það ætti ekki að kosta mikið að taka þessar girðingar niður í hvelli.

Points

Ég mun senda póst og óska frekari skýringa um hvar í borgarkerfinu þetta verkefni er statt og hvaða sérfræðingar mátu hugmyndina ekki tæka.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í ferli annars staðar innan borgarkerfisins og ekki hægt að kjósa um það. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Íbúar í Reykjavík eiga þennan blett nú þegar. Fáránlegt að íbúar við götuna geti sölsað hann undir sig.

Ódýr framkvæmd sem bætir almannarými og eykur svigrúm til nýtingar svæðisins.

Ekki eðlilegt að einkaaðilar geri eignarnám á sameiginlegum útivistarsvæðum Reykvíkinga. Ekki svo mikið af þeim fyrir.

Vesturbæjarlaug auðlind Vedturbæjar og þarf allt grænt svæði sem fàanlegt er til vaxa og stækka

Meira úti og leiksvæði fyrir fullorðinn og börn í Vesturbæinn.

meikar engan sens að fólk fái að girða af almannareit, sem oft er notaður til að viðra hunda

"Hvað viltu láta gera? Taka niður girðingar sem eru inni á almannarými við Vesturbæjarlaug." Það er grátbroslegt að það þurfi að kjósa um að rífa niður þessa girðingu en jafnframt lofar það góðu vegna sólpallsins sem ég ætla að byggja á landi Reykjavíkurflugvallar.

Ég sakna fallega gosbrunnarins sem var þarna í gamla daga!!!

Löngu tímabært að taka þetta svæði tilbaka, og jafnvel má bæta um betur og nota það undir hið margumrædda hundagerði, þá yrði ekki snjótþotubrekku barnanna spillt.

Nr 1. hvað eru þessar girðingar að gera þarna? hver setti þær upp og í hvaða tilgangi? já, gosbrunn, og allt það sem gerir útisvæði notalegt bæði á sumri og vetri, kannski dansgólf fyrir vesturbæinga, eitt lítið útidansgólf, mikið af gömlu fólki sem býr í vesturbænum sem hefði gaman af danspartý útivið á síðdegi.

Dansútisvæði, gosbrunnasvæði eins og hjá Gerðarsafni í Kópavoginum, klifurvegg eins og á Klambratúni, ærslabelgur, parkoursvæði, skatepark .. Bara allskonar hugmyndir í staðinn

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information