Hljóðmön meðfram Reykjanesbraut í Suður Mjódd

Hljóðmön meðfram Reykjanesbraut í Suður Mjódd

Hvað viltu láta gera? Útbúa hljóðmön meðfram Reykjanesbraut í Suður Mjódd, bæta göngu- og hjólastíga á svæðinu, og setja bekki niður á völdum skjólsælum stöðum sem t.d. eldri borgarar geta tyllt sér niður. Hvers vegna viltu láta gera það? Hljóðmön dregur úr umferðarhávaða þannig fólk sem á göngu- og hjólastígum nýtur betur útivistar á svæðinu. Eldri borgurum hefur fjölgað á þessu svæði og því mikilvægt að mæta þörfum þeirra fyrir örugga göngustíga, helst upphitaða, þar sem fólk getur tyllt sér niður með jöfnu millibili á skjólsælum stöðum. Vel heppnað göngu- og hjólastígakerfi mun styðja við fyrirhugaða atvinnustarfsemi í suður Mjódd. Ég held að fólk sækist frekar í að ganga á stígum fjarri umferðarhávaða.

Points

Þarna er kominn fínn göngustígur og svo er þarna andapollur og einhverjir bekkir. Það gæti verið skemmtilegt að ganga þarna ef það væri ekki eins og maður sé á umferðareyju.

Algjörlega sammála Huldu. Myndi velja þessa gönguleið miklu oftar ef umferðarhávaðinn væri ekki til staðar. Göngustígurinn er góður og svæðið gæti orðið mjög skemmtilegt útivistarsvæði með litlu tjörninni og tengingar við aðra stíga.

Á kafla er göngustígurinn mjög nálægt Reykjanesbrautinni, það eru örugglega til hentugar lausnir fyrir þann kafla sem draga úr hávaða fyrir gangandi og hjólandi.

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 - 2021. Svæðið sem um ræðir er í uppbyggingu og/eða breytingar fyrirhugaðar á komandi árum og því ekki tímabært að kjósa um að svo stöddu. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu inn í það ferli. Næsta skref í verkefninu er að velja þær hugmyndir sem eiga að fara á kjörseðilinn í hverju hverfi. Þetta skref fer fram á opnum aukafundum íbúaráða sem verður streymt á Facebook. Allir geta tekið þátt í þessum fundum. Þeir sem fylgjast með útsendingunni geta tekið þátt í uppstillingunni. Gaman væri að þú tækir þátt í því að vekja athygli á fundinum þegar hann verður í þínu hverfi sem og kosningunni þegar þar að kemur. Dagsetningar fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson hverfidmitt@reykjavik.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information