Aukið aðgengi fyrir hjólastóla ofan í í Laugardalslaug

Aukið aðgengi fyrir hjólastóla ofan í í Laugardalslaug

Hvað viltu láta gera? Í samhengi við komandi framkvæmdir í Laugardalslauginni, Þá þarf að fá hjólastólaramp ofan í laugina og hið mynsta einn heitann pott, lyftustólarnir sem fyrir eru henta ekki öllum. Til að allir geti farið í sund þá þarf ramp,eða lyftu fyrir hjólastól. Jafnt aðgengi fyrir alla :) Hvers vegna viltu láta gera það? Konan mín þarf að notast við hjólastó, við elskuðum að fara í sund, En aðgengi ofan í laug og pott sem fyrir er hentar ekki.

Points

Allir velkomnir í sund

Það á að vera aðgengi fyrir alla

Við eigum öll að hafa jafnan aðgang að sundlaugunum okkar.

Sjálfsagt mál og löngu tímabært.

Að sjálfsögðu! Löngu tímabært

Aðgengi fyrir alla, já takk..

Þetta á að vera best fyrir alla, ekki bara flesta.

Mannréttindi að hreyfihamlaðir komist í sund og í takt við Samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem búið er að fullgilda hér á landi

Auðvitað

Styð þetta eindregið, hreyfihamlaðir eiga að fá aðgengi við hæfi alls staðar þar sem því verður við komið.

Klárlega, það eiga allir rétt að því að fara í sund og njóta.

Ætti að vera sjálfsögð mannréttindi

Forgangsmál auðvitað.

Sjalfsögð mannrettindi að tryggja aðgengi allra i sund

ALLIR í sund og thad med smooth adgengi fyrir ALLA ❤️

Ekki spurning!

Það eru sjalfsögð mannrettindi að tryggja aðgengi allra í sund!!!

Þetta segir sig sjálft. Fásinna að fatlaðir hafi ekki aðgang að stærstu laug landsins.

Aðgengi fyrir öll! Mágkona mín er í hjólastól, og lætur ekkert stoppa sig. Við fórum í ýmsar laugar/baðstaði í sumarfríinu, sem fengum misgóðar einkunnir - GeoSea og Vök fengu ágætis einkunn. Og hafið fólk sem notast við hjólastól með í ráðum við verkefnið, þau hafa alskonar innsýn inn í hvernig er þæginlegast fyrir þau að athafna sig sbr, rampar eða pallar til að komast í potta, og hvað þarf að vera til staðar í sturtuklefum. Hlakka til að sjá þetta verða að veruleika :)

Að við þurfum að kjosa um þetta segir mikið um þjóðfélagið okkar. Þetta à að vera sjàlfgefið!

Það á að vera sjálfsagður hlutur að allir hafi jafnt tækifæri til að njóta þess að fara í sund ! Annað er tímaskekkja.... !

Þetta er nauðsinn

Mér finnst sjálfsagt að allir eigi óhindraðann aðgang að þessari sundlaug, sem og auðvitað öllum sundlaugum okkar lands.

Í Laugardalslaug er mikið að búnaði(lyftarar ofl) sem myndi nýtast mun betur ef aðgengið í laugarnar væri enn betra. Það nýtist t.d ekki fólki með háa lömun.

Allir eiga að geta farið í sund því ætti eðlilega að vera hjólastólaaðgengi.

Að fara í almennings sundlaugar á Íslandi eru einfaldlega sjálfsögð mannréttindi og skömm að því að ekki sé búið að gera öllum það kleift fyrir löngu.

Það segir sig sjálft! Allir eiga að fá að njóta

Þetta ætti að vera svo sjálfsagt að það ætti ekki að þurfa að kjósa um það eða styðja hugmyndina með þessum hætti !

Árið er 2021 og við erum í samkeppni í Reykjavíkurborg með hugmyndir varðandi krónur og aura, í alvöru? Algjörlega óásættanlegt að fatlaðir fái ekki BEZTU mögulega þjónustu. R-107 vill að lágmarkskröfur fatlaðra séu uppfylltar.

Styđ þetta heilshugar, tìmaskekkja ađ þurfa ađ benda à svona hvađ þà kjòsa um, þetta ætti ađ verđa sjàlfsögđ breyting.

auðvita eiga allir rétt á fullu aðgengi að sundlauginni

Kæri hugmyndahöfundur, þakka þér kærlega fyrir þátttöku þína í verkefninu Hverfið mitt. Yfir 1320 mjög góðar hugmyndir bárust og öll þátttökumet voru slegin. Fagteymi sérfræðinga verkefnisins hefur lokið við yfirferð hugmynda. Hugmyndin þín er ekki tæk* til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020 – 2021 þar sem endurbætur eru fyrirhugaðar á Laugardalslaug og útisvæðinu þar á næstu árum og fer þessi hugmynd áfram sem ábending í þá vinnu. Fundir íbúaráðanna þar sem valið verður hvaða hugmyndir fara á kjörseðla hverfanna næsta haust verða formlegir aukafundir þar sem allir geta tekið þátt. Við viljum eindregið hvetja þig til þess að taka þátt í fundinum í þínu hverfi og vekja athygli á honum og hugmynd þinni eins og þú hefur tækifæri til. Dagsetningar allra fundanna, hlekkir á Facebook eventa og nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni: https://reykjavik.is/uppstilling-kjorsedla-fyrir-hverfid-mitt. *Starfsfólks verkefnisins fer yfir innsendar hugmyndir og haft er samstarf við ýmsa sérfræðinga þegar metið er hvort hugmyndir uppfylla reglur verkefnisins. Nánari upplýsingar um yfirferðarferlið: https://reykjavik.is/hverfid-mitt-god-rad-fyrir-thina-hugmynd. Kær kveðja, Eiríkur Búi Halldórsson [email protected]

Auðvitað

Ekki spurning! Þetta á að vera 100% í lagi

Það er mjög góð hugmynd að fá hjólastólaramp út í laugina. Til er lyfta, en það tekur tíma að nota hana sem er ekki alltaf gaman í íslensku veðurfari. Þá er sérstakt að ysti potturinn til vinstri, sem sett var á hlið fyrir fáum árum svo hægt væri að nota lyftu, er nú orðinn að köldum potti. Æskilegra hefði verið að breyta einum af hinum í kaldan pott.

Löngu tímabært

Absolutely this should be part of the plan! Let's make this happen

Mér finnst bara liggja í augum uppi að allir eigi að hafa rétt á að komast í góðu sundlaugarnar okkar. Sund er góð hreyfing, og allir ættu að eiga kost á henni.

Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta farið í sund og okkur til skammar að það sé ekki betur búið að fötluðum.

Sjáumst í pottinum!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information