Gönguljós yfir Reykjaveg við Laugarnesskóla

Gönguljós yfir Reykjaveg við Laugarnesskóla

Hvað viltu láta gera? Setja gönguljós yfir Reykjaveg við Laugarnesskóla við gatnamót Kirkjuteigar Hvers vegna viltu láta gera það? Það er mikil umferð um Reykjaveginn allan daginn. Þarna ganga börn daglega í skóla og íþróttir og margir sem átta sig ekki á að þarna er skóli og margir keyra of hratt.

Points

Tímasðursmál hvenær verður slys þarna

Algjörlega nauðsynlegt að fá gönguljós þarna! Eiginlega fáránlegt hvað við foreldrarnir erum búin að berjast lengi fyrir þessu og að þetta sé ekki enn orðin veruleiki. Sorglegt að það þurfi virkilega að koma til þess að það verði slys og þá er farið í það að gera eitthvað. Koma svo Reykjavík!!! Lögum þetta mál núna áður en eitthvað hræðilegt slys gerist þarna.

Nauðsynlegt, oft hröð umferð. Fór þarna yfir sem barn fyrir ca 40 árum. Man eftir að hafa kippt í nokkra krakka sem voru í hættu þarna. Meiri umferð í dag.

Lögbundinn hluti skólastarfs Laugarnesskóla, sund, fer fram í Laugardalslaug og því fara allir nemendur skólans um þessa fjölförnu götu. Einnig er þessi gangbraut leið fjölmargar barna í fjölbreytt íþróttastarf í Laugardalnum. Ég hef því miður orðið vitni að nær slysum við þessa göngubraut. Mikil þörf á gönguljósum þarna!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information