Hvað viltu láta gera? Börnum í Landakotsskóla vantar sárlega aðstöðu til boltaleikja við skólann. Slík aðstaða myndi einnig gagnast öðrum börnum og íbúum hverfisins. Nú hefur Kaþólska kirkjan samþykkt að slíkur völlur verði settur upp á túninu austan við kirkjuna. Búið er að grófhanna völlinn og staðsetja til bráðabirgða í norð-austur horni túnsins. Æskilegt væri ef Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur tæki málið upp og ýtti því áfram, setti upp samráð við helstu hagsmunaaðila og íbúa í nágrenni túnsins. Skólastjóri Landakotsskóla og Skólaráð Landakotsskóla hafa reynt að vekja athygli á þessu brýna verkefni en ekki fengið miklar undirtektir enn. Hvers vegna viltu láta gera það? Börnum í Landakotsskóla vantar sárlega aðstöðu til boltaleikja, sem kæmi sér einnig vel fyrir önnur börn í hverfinu og reyndar alla íbúa í nágrenni Landakots.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation