Gnoðarvogur á milli Engjateigs og Álfheima verði einstefna

Gnoðarvogur á milli Engjateigs og Álfheima verði einstefna

Hvað viltu láta gera? Gera Gnoðarvog að einstefnugötu á milli Engjateigs og Álfheima svo hjólandi og gangandi fái meira pláss. Hvers vegna viltu láta gera það? Mikil umferð gangandi og hjólandi er um þennan hluta Gnoðarvogs, m.a. af börnum sem sækja TBR. Gangstéttin er mjög þröng og varla hægt fyrir gagngandi og hjólandi að mætast þar. Á veturna er snjó iðulega rutt upp á gagnstéttina þarna sem gerir gangandi enn erfiðara fyrir. Auk þess slettist mjög mikið af götunni á gangandi vegfarendur vegna þrengslanna. Ef þessum bút væri breytt í einstefnugötu væri hægt að taka aðra akreinina undir breiðari gangstétt og hjólastíg. Þetta væri fín tenging fyrir hjólandi á milli Voga- og Sundahverfis og hjólastígsins við Suðurlandsbraut.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information