Í Húsdýragarðinum ættu að vera tímastilltir lásar á öllum búrum og hurðum sem opnast sjálfkrafa eftir nokkra daga ef enginn endurstillir þá. Þannig að ef mannkynið þurkast skyndilega út í uppvakningsplágu þá munu dýrin ekki þurfa að svelta í búrunum sínum.
Þessi aðgerð gæti skipt sköpum eftir 200 ár fyrir afkomendur þeirra örfáu sem lifa hörmungarnar af og þurfa að bygga samfélagið upp frá grunni. Þá mun vera orðinn til stofn af hreindýrum og geitum á suðurlandi fyrir þá að veiða sér til matar.
Uppvakningar munu tæpast gera greinarmun á mönnum og dýrum í ætisleit sinni. Þótt mannsheilar kunni að bragðast betur, munu eftirlifandi fljótt verða af skornum skammti og þá verður herjað á húsdýrastofna. Uppvakningar eiga erfitt með að komast yfir girðingar og hlaðna veggi þannig að íbúar húsdýragarðsins væru mun öruggari innilokuð. Þau myndu einnig nýtast til undaneldis eftir að plágan gengur yfir.
loksins kom þessi ræða um hugmyndina gluggi upp, eftir marga smelli, vefurinn er bilaður. ef matur hættir að berast til landsins þá þurfum við að rækta meira og veiða fisk.
Dýr lokað inn í búri mun pottþétt svelta eftir nokkra daga, meðal uppvakninganna eiga þau sér þá a.m.k. eitthvern séns að sleppa lifandi úr borginni og upp á hálendið. Mögulega getum við tengt tímalásana við uppvakningaskynjara svo dýrunum verði ekki sleppt út meðan svæðið er morandi í heilaætum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation