Bjóða einstaklingum, félögum og fyrirtækjum að taka svæði í fóstur. Svæðið getur verið gangstéttin fyrir framan húsnæði viðkomandi, hluti almenningsstígakerfisins, áningarstaður, hringtorg, opið svæði o.s.frv.. Viðkomandi myndi gera samning þar sem skuldbindingar viðkomandi væru útlistaðar. Þær gætu t.d. verið illgresishreinsun, sláttur, ruslatínsla eða viðgerðir. Borgin myndi greiða viðkomandi eitthvað fyrir áætlað vinnuframlag og svo væri t.d. hægt að sækja um pening í sjóð til framkvæmda
Upp á síðkastið hefur verið mikil uppbygging og fegrun á svæðum borgarinnar, en minni áhersla lögð á viðhald svæða. Oft felst viðhaldið í að vinnuskólinn kemur og reitir illgresi einu sinni eða tvisvar yfir sumarið. Ef íbúar fengju hvatningu til að taka til hendinni og bera ábyrgð á svæði, er ég viss um að það myndi hafa jákvæð áhrif og hvetjandi fyrir alla að sjá um sitt nánasta umhverfi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation