Foreldrafélög og hverfisráð fái að reka grunnskóla

Foreldrafélög og hverfisráð fái að reka grunnskóla

Foreldrafélög og hverfisráð fái að reka grunnskóla

Points

Ef foreldrafélög og hverfisráð geta sótt um leyfi til að taka yfir starfsemi hverfisskóla og reka í félagi í almannaþágu skapast tækifæri til að reka skóla sem er ekki fullur af æviráðnu starfsfólki auk þess sem foreldrar og samfélagið í kring um skólann getur haft áhrif á stefnu hans. Skólinn fengi þá hefðbundnar fjárheimildir sem hann gæti nýtt á óhefðbundinn hátt en það væri svipað fyrirkomulag og Norðlingaskóli er með. Það er hægt að ná betri árangri með öðrum áherslum, sjá t.d. kipp.org

Áhugavert. Gaman væri að vita hvort einhverjir svona skólar finnist í Norðurlöndum? Evrópu?

Já ég ætti kannski að skoða það. Set það inn ef ég finn eitthvað. Ég á börn í litlum hverfisskóla í Reykjavík þar sem foreldrastarfið er mjög öflugt. En það er sama hvað við gerum - við sitjum alltaf uppi með ákveðinn hóp af starfsfólki sem er ekki hægt að segja upp störfum þrátt fyrir augljósa vanhæfni til að starfa með börnum. Þetta lykilatriði skiptir öllu máli því skólar eru ekki byggingar heldur samfélag fólks. Ég heimsóttir KIPP í Harlem NY í Október og varð vitni að því sem gerist þegar fókusinn fer af byggingu og stjórnsýslu yfir á samfélag og hæfileika kennara. KIPP fær bara 75% af því fjármagni sem opinberir skólar fá en skila samt betri nemendum. KIPP er ekki með neina yfirbyggingu, það eru engir deildarstjórar og skólastjórinn er með skrifborðið sitt frammi á gangi en hann kennir líka stærðfræði á miðstigi. Húsnæðið var mjög dapurlegt og engin skólalóð. Fyrsta fólkið sem börnin hitta á morgnanna eru lögreglumenn. Þrátt fyrir öll þessi atriði sem myndu teljast óviðunandi á Íslandi þá eru þessi börn með bestu kennara sem völ er á. Betri en flest íslensk börn fá að njóta. Ég fékk að fylgjast með kennslu í 1. bekk, 5.bekk og 9. bekk og það var ótrúleg upplifun að sjá alla taka þátt og læra af smitandi áhuga. KIPP leggur mesta áherslu á hæfileika kennara og þeirra samfélag - þeir deila efni og ráðum og vinna mikið saman. Með því að halda yfirbyggingunni niðri þá geta þau líka borgað töluvert hærri laun en aðrir skólar og geta því valið rjómann af stéttinni. Mér finnst þetta vanta mikið á Íslandi, að kennarar vinni saman og að við leyfum okkur að segja upphátt "Gunna er ótrúlega góður kennari, hefuru heyrt hvað hún gerir í landafræði?". Mín upplifun á íslensku skólasamfélagi er að það sé bannað eða dónalegt að vera framúrskarandi og það er dapurlegt. KIPP leggur mikla áherslu á menningu og færni kennara til að halda athygli barna með stöðugu samtali. Valdahlutföllin verða því ekki þau sömu því börnin eru alltaf að leggja til og rökræða efnið. Anda kennslunnar er líka haldið mjög léttum með tónlist og óhefðbundnum aðferðum eins og að kynna svar og spurja hver spurningin gæti verið. Ég held við þurfum líka að velta svolítið betur fyrir okkur hvernig börn læra og hugsa og hætta að skipuleggja nám barna út frá þörfum kennara. Ég tók eftir því hjá KIPP að hlutföll kennslu og náms eru öfug við það sem þekkist hér. Kennarinn notaði 10% af tímanum til að leggja inn takmörkuð hugtök og svo vann bekkurinn í minni hópum að því að komast að því hvað þau merktu og kynntu það svo fyrir kennaranum (og lærðu rosalega mikið á meðan í mannlegum samskiptum, miðlun þekkingar og auðvita efni kennslustundarinnar). Hér heima er rosalega algengt að kennarinn noti megnið af tímanum í að kynna hugtök og aðferðir (fer eftir greinum) og svo fær nemandinn að svara spurningum eða vinna verkefni einn í lok tímans upp á von og óvon um að hann hafi skilið framsetningu fullorðinnar manneskju við töflu í 4-10 metra fjarlægð. Mér finnst líka alvarlegt hvað það er dónalegt að tala í íslenskum skólum. Ég held að við ættum einmitt að láta þau tala meira og byrja að vinna með það miklu fyrr svo það verði partur af náminu en komi ekki fram sem truflandi mas af því að börnin geta ekki haldið lengur í sér. Ég mundi vilja sjá minni kennslu og meiri hvatningu til náms með óhefðbundnari aðferðum. En það er rosalega erfitt að koma með hugmyndir inn í skóla sem situr uppi með starfsfólk sem hann getur varla notað en getur ekki sagt upp. Ég gæti aldrei rekið þannig fyrirtæki - sem væri lögbundið til að greiða fólki laun sem hefði engan áhuga á starfi sínu og sinnti því illa. Við getum breytt rosalega miklu rosalega hratt ef við getum lagað þennan galla í kerfinu. Af hverju fá grunnskólabörn ekki að meta framistöðu kennara sinna eins og framhaldsskóla og háskólanemendur? Af hverju fá kennarar sem börn gráta undan að halda starfi ár eftir ár?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information