Að gefnu tilefni ! Betra hverfi - Bakkarnir í Breiðholti. Langar að benda á að kannski ætti skref 1 að vera það að hreinsa og laga til í hverfinu. Er búin að vera talsvert á ferli um hverfið og á leiksvæðum við Breiðholtsskóla. Það eru glerbrot út um allt og allavega drasl... hvergi eru sjáanlegar ruslafötur... Á litla sparkvellinum við Breiðholtsskóla er greinilega dekkjakurl, því á litla manninum sem ég var með í fótbolta voru litlu hendurnar alveg svartar... frekar dapurt.
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/8019
Hreint umhverfi stuðlar að bættri umgengni Í mínum huga er þetta svolítið eins og fyrir jólin - lítið gaman að skreyta ef allt er í drasli og skít
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation