Tröppur sem eru í göngustíg á milli Funafoldar og Hverafoldar sem tengja þann stíg við stóra göngustíginn umhverfis Grafarvoginn, tröppurnar eru mjög skakkar, handrið lág og tröppurnar sjálfar halla niður á við
Tröppurnar eru stórhættulegar að vetri til í snjó og hálku. Tröppur úr neðstu íbúagötu Hverafoldar og niður á göngu-stíginn voru lagfærðar sumarið 2015 en af einhverjum orsökum var ekki sinnt viðhaldi á sama tíma á þessum fjölfarna stíg sem er á milli Hverafoldar og Funafoldar
Nauðsynlegt viðhald hefur ekki farið fram í langan tíma þarna og veldur óþarfa slysahættu
Þessi hugmynd var færð úr Hverfið mitt 2016 og hægt er að finna hana hér: https://hverfid-mitt-2016.betrireykjavik.is/post/7645
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation